Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nú þegar hefur stór hluti af áburði næsta árs verið seldur. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir gerir Yara ekki ráð fyrir mikilli söluminnkun.
Nú þegar hefur stór hluti af áburði næsta árs verið seldur. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir gerir Yara ekki ráð fyrir mikilli söluminnkun.
Mynd / Yara International ASA
Fréttir 30. september 2022

Áburðarsala í fullum gangi þrátt fyrir hátt verð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norskir bændur eru byrjaðir að versla inn tilbúinn áburð fyrir næsta ár. Salan byrjaði þegar í júní og segja fulltrúar Yara söluna vera svipaða og undanfarin ár. Bondabladet greinir frá.

Anders Trømborg, markaðsstjóri hjá Yara, gerir ráð fyrir að salan verði 30-40 þúsund tonnum undir meðalárinu.

Þróunin virðist stefna í þá átt að bændur kaupi frekar áburð með háu köfnunarefnisinnihaldi og leggi meira upp úr betri nýtingu húsdýraáburðar. Samkvæmt Trømborg eru það sérstaklega kúabændur sem hafa breytt sínum aðferðum til að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á tilbúinn áburð.

Í kringum síðustu mánaðamót er líklegt að 35-40 prósent af sölunni á þrígildum áburði og 25-30 prósent af sölunni á tvígildum áburði hafi þegar verið staðfest, og því má segja að sölutímabilið sé í fullum gangi.

Þrátt fyrir miklar verðhækkanir á áburðarefnum og brostnar aðfangakeðjur gerir Yara ekki ráð fyrir að lenda í vandræðum með afhendingu á norska markaðinn næsta vor. Trømborg viðurkennir þó að hátt gasverð í Evrópu og skert aðgengi að flutningaskipum hafi flækt málin.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...