Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Óli Þór Hilmarsson og Eyþór Einarsson kynna bæklinginn á fagfundi sauðfjárræktarinnar.
Óli Þór Hilmarsson og Eyþór Einarsson kynna bæklinginn á fagfundi sauðfjárræktarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 18. mars 2019

Bæklingur sem stuðlar að betri lambakjötsafurðum

Höfundur: smh

Á opnum fagfundi sauðfjárræktarinnar í Bændahöllinni þann 1. mars kynntu þeir Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, og Óli Þór Hilmarsson frá Matís, nýjan fræðslubækling um meðferð sláturlamba og lambakjöts. Tilgangurinn með útgáfunni var að taka saman atriði sem teljast til góðra framleiðsluhátta lambakjötsafurða; frá búi að sláturhúsi og í verslanir.

Bæklingurinn er hugsaður fyrst og fremst fyrir bændur, en ætti að vera mjög gagnlegur neytendum líka og þeim sem koma að vinnslu og sölu lambakjöts. Óli Þór sagði við kynningu á bæklingnum á fagfundinum að bæklingurinn þyrfti að vera gagn sem gæti hjálpað fagfólki, sem kemur að þessum málum úr mismunandi áttum, að eiga betri samskipti sín á milli.

Kemur í kjölfar umræðu í fagráðinu

Eyþór segir að tilurð bæklingsins sé framhald af umræðu sem hefur verið í gangi í fagráði í sauðfjárrækt. „Við höfum viljað leggja áherslu á að standa vörð um kjötgæði í víðum skilningi og fagráð hefur ýtt af stað verkefnum í samstarfi við Matís sem ganga út á að fylgjast með stöðu mála er varða bragðgæði, bæði í tengslum við kynbætur og meðferð.  

Óli Þór hjá Matís hefur komið að mörgum svona verkefnum og hann átti í raun hugmynd að því að við tækjum saman fróðleik um góða framleiðsluhætti og kæmum því í aðgengilegt form. Hér förum við því yfir ferilinn frá því lambið kemur að fjalli og þar til varan er tilbúin til að fara í verslanir. Markmiðið er að leggja áherslu á góða framleiðsluhætti sem stuðla að því að hámarka gæðin.  Það er mikilvægt að allir sem koma að þessari framleiðslukeðju hafi sem bestan skilning á öllu ferlinu því það þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef endaafurðin á að vera úrvalsvara, sem lambakjötið er jú að upplagi.“

Bæklinginn má nálgast hjá þeim Óla Þór hjá Matís, Eyþóri hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Unnsteini Snorra Snorrasyni, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda.  

Sýnishorn úr bæklingnum þar sem fjallað er um mat á fitustigi og flokkun lamba að hausti.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...