Meðalfallþungi sláturlamba í haust sá mesti í sögunni
Samkvæmt tölum frá Matvælastofnun yfir sauðfjárslátrun í haust, þá hefur sláturlömbum (dilkum) fækkað um 20.377 frá sláturtíðinni 2020. Eins hefur innvegin vigt lækkað á milli ára um 106,9 tonn, en meðalvigt sláturlamba hefur hins vegar aukist úr 16,9 kg í 17,4 sem er mesti meðalfallþungi sem sést hefur.