Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bakgarðahænur í mestri hættu
Fréttir 30. janúar 2018

Bakgarðahænur í mestri hættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ekki er útilokað að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og smitist í alifugla. Takmörkuð útiganga alifugla hér á landi dregur mikið úr hættunni á smiti. Bakgarðahænur eru í mestri hættu.

Brigitte Brugger, sérgreina­dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir hafa heyrt um fyrirætlanir yfirdýralæknis á Englandi fyrir tæpum mánuði um að hugsanlegt væri að Bretland yrði gert að einu varnarsvæði. Um miðjan janúar ákváðu bresk yfirvöld að hækka viðbúnaðarstig vegna alvarlegs afbrigðis fuglaflensu og eftir 18. janúar þurfa allir alifuglar og aðrir fuglar í haldi manna að vera haldnir undir bættum smitvörnum.

Ástæða aðgerðanna er greining á alvarlegu afbrigði fuglaflensu í villtum fuglum í Bretlandi og annars staðar í Evrópu.

„Fuglaflensan í vetur er ekki nærri eins útbreidd og í fyrravetur, með mun færri greiningum í villtum fuglum. Á þessu ári hefur hún komið upp í einu tilviki í Þýskalandi og í tveimur tilvikum í Bretlandi.

Í dag er smithætta fyrir alifugla hérlendis lítil og er ekki talin ástæða til að grípa til frekari aðgerða. En eigendur fugla eru alltaf hvattir til að gæta að góðum smitvörnum og að tilkynna óeðlileg einkenni eða dauðsföll til Matvælastofnunar.“

Smit með farfuglum mögulegt

Brigitte segir hugsanlegt að fuglaflensan geti borist til Íslands með farfuglum í vor og að við verðum að vera vel á verði gagnvart hugsanlegri sýkingu í alifuglum að hennar völdum. Til þess mun hópur sérfræðinga, sem var stofnaður í fyrra, meta smithættu vegna fuglaflensu í vetur áður en farfuglatímabilið hefst. Hann mun leggja til aðgerðir til ráðuneytisins, eftir þörfum, eins og hefur verið gert undanfarið.

„Ekki hefur verið ákveðið hvort sýni verða tekin úr heilbrigðum villtum fuglum, en líkt og á síðasta ári munum við biðja almenning að senda okkur tilkynningu um dauða fugla og rannsaka þá ef þurfa þykir.“

Bakgarðahænur í mestri hættu

Brigitte segir að lítið sé um að alifuglar á Íslandi gangi úti og því minni hætta á smiti en fyrir alifugla víða erlendis sem hafa aðgang að útisvæði.

„Mesta hættan á smiti hér tengist bakgarðahænum sem ganga frjálsar utandyra eða ganga í litlum og illa vörðum opnum rýmum og lélegum smitvörnum.

Ef  smithætta eykst og við­búnaðar­stig vegna fuglaflensu hækkar gæti því reynst nauðsynlegt að loka þær inni, að minnsta kosti tímabundið.“

Lítil smithætta hér að landi

Brigitte segir að heilt yfir sé smithætta lítil fyrir alifugla í atvinnuskyni á Íslandi vegna fuglaflensu. „Hér eru sárafá kjúklingabú þar sem fuglarnir komast út og ef nauðsyn krefur er hægt að koma í veg fyrir útigöngu alifugla með litlum fyrirvara ef með þarf.“

Skylt efni: hænur | fuglaflensa

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...