Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bakgarðahænur í mestri hættu
Fréttir 30. janúar 2018

Bakgarðahænur í mestri hættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ekki er útilokað að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og smitist í alifugla. Takmörkuð útiganga alifugla hér á landi dregur mikið úr hættunni á smiti. Bakgarðahænur eru í mestri hættu.

Brigitte Brugger, sérgreina­dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir hafa heyrt um fyrirætlanir yfirdýralæknis á Englandi fyrir tæpum mánuði um að hugsanlegt væri að Bretland yrði gert að einu varnarsvæði. Um miðjan janúar ákváðu bresk yfirvöld að hækka viðbúnaðarstig vegna alvarlegs afbrigðis fuglaflensu og eftir 18. janúar þurfa allir alifuglar og aðrir fuglar í haldi manna að vera haldnir undir bættum smitvörnum.

Ástæða aðgerðanna er greining á alvarlegu afbrigði fuglaflensu í villtum fuglum í Bretlandi og annars staðar í Evrópu.

„Fuglaflensan í vetur er ekki nærri eins útbreidd og í fyrravetur, með mun færri greiningum í villtum fuglum. Á þessu ári hefur hún komið upp í einu tilviki í Þýskalandi og í tveimur tilvikum í Bretlandi.

Í dag er smithætta fyrir alifugla hérlendis lítil og er ekki talin ástæða til að grípa til frekari aðgerða. En eigendur fugla eru alltaf hvattir til að gæta að góðum smitvörnum og að tilkynna óeðlileg einkenni eða dauðsföll til Matvælastofnunar.“

Smit með farfuglum mögulegt

Brigitte segir hugsanlegt að fuglaflensan geti borist til Íslands með farfuglum í vor og að við verðum að vera vel á verði gagnvart hugsanlegri sýkingu í alifuglum að hennar völdum. Til þess mun hópur sérfræðinga, sem var stofnaður í fyrra, meta smithættu vegna fuglaflensu í vetur áður en farfuglatímabilið hefst. Hann mun leggja til aðgerðir til ráðuneytisins, eftir þörfum, eins og hefur verið gert undanfarið.

„Ekki hefur verið ákveðið hvort sýni verða tekin úr heilbrigðum villtum fuglum, en líkt og á síðasta ári munum við biðja almenning að senda okkur tilkynningu um dauða fugla og rannsaka þá ef þurfa þykir.“

Bakgarðahænur í mestri hættu

Brigitte segir að lítið sé um að alifuglar á Íslandi gangi úti og því minni hætta á smiti en fyrir alifugla víða erlendis sem hafa aðgang að útisvæði.

„Mesta hættan á smiti hér tengist bakgarðahænum sem ganga frjálsar utandyra eða ganga í litlum og illa vörðum opnum rýmum og lélegum smitvörnum.

Ef  smithætta eykst og við­búnaðar­stig vegna fuglaflensu hækkar gæti því reynst nauðsynlegt að loka þær inni, að minnsta kosti tímabundið.“

Lítil smithætta hér að landi

Brigitte segir að heilt yfir sé smithætta lítil fyrir alifugla í atvinnuskyni á Íslandi vegna fuglaflensu. „Hér eru sárafá kjúklingabú þar sem fuglarnir komast út og ef nauðsyn krefur er hægt að koma í veg fyrir útigöngu alifugla með litlum fyrirvara ef með þarf.“

Skylt efni: hænur | fuglaflensa

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...