Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Beitt verði viðurlögum þegar vísvitandi er verið að blekkja neytendur
Mynd / smh
Fréttir 22. mars 2018

Beitt verði viðurlögum þegar vísvitandi er verið að blekkja neytendur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Merkingar á landbúnaðarafurðum voru til umræðu á Búnaðarþingi sem haldið var í Reykjavík 5. - 6. mars. Ályktaði þingið um þau mál og lagði áherslu á að með bættum merkingum og eftirliti með þeim yrði komið í veg fyrir að neytendur séu blekktir. 
 
Af hálfu neytenda hefur þráfaldlega verið bent á mikinn misbrest í merkingum á landbúnaðar­vörum á undanförnum árum. Talsverðar úrbætur hafa verið gerðar hvað varðar upprunamerkingar en ljóst að bæta þarf um betur. Beindi Búnaðarþing því til landbúnaðarráðherra, fjár­mála­ráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála sem jafnframt fer með neytendamál, að tryggja að í gildi séu viðeigandi reglur um vandaðar og áberandi merkingar á öllum matvælum og öðrum landbúnaðarafurðum, innlendum sem innfluttum.
 
 
Neytendur vilja merkingar
 
Markaðsfyrirtækið Maskína gerði könnun á afstöðu neytenda um upprunamerkingar á matvöru fyrir Icelandic lamb í janúar síðastliðnum. Þar kom fram mjög ákveðin afstaða neytenda sem langsamlega flestir vilja vita um upprunaland matvöru. Ákveðnust var afstaðan til matvöru sem boðin er til sölu í verslunum. Einnig var mikill meirihluti sem vill upprunamerkingar á matvöru sem borin er á borð á veitingahúsum og í mötuneytum. 
 
 
 
Viðurlögum beitt vegna blekkinga
 
Í ályktun Búnaðarþings um merkingarmálin segir m.a.: 
„Merkingarnar taki m.a. til uppruna, ferils, framleiðsluhátta, innihalds og geymsluskilyrða. Skoða þarf nánar framsetningu á merkingum með tilliti til þess að þær gefi neytendum ætíð glöggar upplýsingar og beita þarf í auknum mæli viðurlögum þegar blekkingum er vísvitandi beitt.
 
Virkt eftirlit með innflutningi
 
Stofnanir sem fara með eftirlit með merkingum, innflutningi og markaðsfærslu landbúnaðarafurða stundi reglulega vöruskoðun vegna innflutnings og virkt almennt eftirlit. Við innflutning matvæla og annarra landbúnaðarafurða verði sérstök áhersla lögð á að réttum reglum sé fylgt varðandi heilbrigði, tollafgreiðslu og merkingar. Með því verði stuðlað að lýðheilsu, smitgát, plöntu- og dýraheilbrigði, vandaðri upplýsingagjöf til neytenda og heilbrigðara samkeppnisumhverfi.
 
Búnaðarþing telur að upplýsingar um uppruna matvara eigi ávallt að vera aðgengilegar fyrir neytendur, hvort sem er í verslunum, mötuneytum eða veitingastöðum.“
 
Í greinargerð með ályktuninni segir ennfremur:
„Nauðsynlegt er að tryggja að við innflutning á landbúnaðarvörum fari örugglega saman þau skjöl sem vörunni eiga að fylgja og skoðun á þeirri vöru sem raunverulega kemur til landsins. Eina aðferðin til að sannreyna það er virk vöruskoðun. Með því er tryggt að rétt heilbrigðisvottorð fylgi ævinlega þeirri vöru sem kemur. Jafnframt er mikilvægt að yfirfara með vöruskoðun og skjalasamanburði að rétt tollflokkun sé viðhöfð. Dæmi eru um að misbrestur sé á hvoru tveggja.”
 
Styrkja þarf skilgreiningar
 
Yfirfara þarf reglugerðir um merkingar matvæla og annarra landbúnaðarafurða, framsetningu þeirra sem og reglugerðir um inn- og útflutning. Styrkja þarf skilgreiningar að baki tollflokkun, mögulega með fjölgun tollnúmera og útgáfu úrskurða um bindandi tollflokkun.“
 
Blekkingum beitt við innfluttar vörur
 
„Þá er nauðsynlegt að gera átak í að lögum og reglum um merkingar sé fylgt en því hefur víða verið áfátt sbr. ákvæði reglugerðar 1294/2014.  Taka þarf fastar á því ef vísvitandi blekkingum virðist beitt, t.d. eru fjölmörg dæmi um að innfluttri vöru séu búnar þær merkingar og umbúðir að hún virðist íslensk.  Dæmi eru um að innfluttar vörur eru seldar undir innlendum vöruheitum, umbúðir þeirra merktar í fánalitum, upprunaland komi ekki fram eða að leturgerð upprunalands sé svo ógreinileg að vart sjáist,“ segir í ályktun Búnaðarþings 2018. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...