Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli
Fréttir 1. júní 2018

Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli

Höfundur: Vilmundur Hansen / Matís

Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nota hina byltingakenndu blockchain-tækni til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. Blockchain eða bálkakeðja er tæknin sem viðskipti með Bitcoin-rafmynt byggir á. Einn helsti kostur hennar er að sýna nánast óvéfenglegan rekjanleika. Þess vegna hentar tæknin afar vel í viðskiptum þar sem uppruni og ferðalag vöru skiptir öllu, svo sem í viðskiptum með landbúnaðarafurðir.

Neytendur vilja vera upplýstir um uppruna matvæla og hafa lengi kallað eftir því að geta átt milliliðalaus viðskipti með landbúnaðarafurðir við bændur. Advania og Matís hyggjast því skapa nýjan vettvang sem byggir á blockchain-tækni og verður aðgengilegur almenningi í haust. Þá gefst fólki kostur á að fá yfirlit yfir framleiðslu lambakjöts af vefsíðunni www.matarlandslagid.is sem hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um sérstöðu bænda og ræktun þeirra. Einnig verður horft til þess að nýta lausnina á nýjum matarmarkaði á Hofsósi.

Hugmyndin er að efla möguleika til nýsköpunar og sérhæfingar í landbúnaði. Vettvangurinn stuðlar auk þess að gagnsæi og heiðarleika í viðskiptum með matvæli. Samkvæmt samkomulaginu útvegar Advania kerfi sem byggir á blockchain-tækni og notað verður til að skrá á öruggan máta upplýsingar um bændaafurðir úr gagnagrunni Matís.

„Það er spennandi að nýta framúrstefnulega tækni til að stuðla að nýjum viðskiptaháttum í matvælaframleiðslu og auka valkosti bænda og neytenda. Sérfræðingar Advania ætla að smíða sína fyrstu lausn með blockchain fyrir þetta skemmtilega verkefni og við ætlum okkur að verða leiðandi afl í notkun á þessari tækni á Íslandi,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

„Það er svo sannarlega ástæða til að leggja áherslu á nýsköpun í framleiðslu lambakjöts. Það var því augljós kostur þegar Advania stakk upp á samvinnu á sviði blockchain, enda teljum við tæknina geta aukið samtal milli bænda og neytenda verulega, minnkað líkur á matvælaglæpum og verkefni af þessu tagi verið stökkpallur fyrir íslenska matvælaframleiðendur og tæknifyrirtæki“, segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Á síðari stigum verkefnisins stendur til að nýta blockchain-tæknina til að skrásetja beit sauðfjár með og koma í veg fyrir ofbeit á landi, en Landgræðslan hefur þegar hafið vinnu við undirbúnings slíks verkefnis í samstarfi við sauðfjárbændur.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...