Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust.
Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust.
Mynd / Hólmgeir Karlsson
Fréttir 25. október 2021

Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Uppskeran í ár var afar góð, korn vel þroskað og fylling með því allra besta sem við höfum séð í mörg ár í ræktun hér á landi,“ segir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, um bygg­uppskeru sumarsins.

Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust og hefur þá ýmist keypt það af bændum eða fengið þá til að vinna sérblöndur fyrir þá með þeirra eigin byggi. „Þegar hafa 75 tonn verið unnin í sérblöndur fyrir bændur sem vilja nýta sjálfir sitt bygg,“ segir Hólmgeir.

Hann segir að þetta sé ekki endilega mesta magn sem fyrirtækið hafi tekið á móti í áranna rás, „en hugsanlega besta kornið sem við höfum fengið frá bændum“.

Spara innflutning

Hann segir starfsfólk Bústólpa útbúa sérstakar fóðurblöndur fyrir bændur þar sem reynt er af fremsta megni að nýta þeirra bygg sem best á móti öðrum nauðsynlegum hráefnum. Félagið kaupir töluvert magn af byggi af bændum á svæðinu og segir Hólmgeir að það nýtist sem hráefni í eigin framleiðslu á kjarnfóðri. Fyrir hvert kíló sem fæst frá bændum sparar fyrirtækið sér innflutning á byggi til framleiðslu sinnar. 

Skylt efni: bygg | Kjarnfóður

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...