Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dóra Svavarsdóttir og Dominique Plédel Jónsson á góðri stund á hinni miklu matarhátíð Salone del Gusto í Tórínó á síðasta ári.
Dóra Svavarsdóttir og Dominique Plédel Jónsson á góðri stund á hinni miklu matarhátíð Salone del Gusto í Tórínó á síðasta ári.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 6. janúar 2020

Diskósúpudrottningin tekur við Slow Food Reykjavík

Höfundur: smh
Slow Food Reykavík hélt sinn aðalfund sunnudaginn 15. desember í Hörpu – í tengslum við Matarmarkað Íslands sem var haldinn sömu helgi. Helst bar þar til tíðinda að Dominique Plédel Jónsson hætti sem formaður, en hún hefur verið þar í fararbroddi síðustu 12 ár og látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir siðrænni matvælaframleiðslu – í anda grunngilda móðurhreyfingarinnar. Dóra Svavarsdóttir, samstarfskona hennar til margra ára, tekur við keflinu. 
 
Á fundinum var Dominique þökkuð vel unnin störf og um hana sagt að hún hafi helst, að öðrum ólöstuðum, haldið kyndli heilbrigðrar matvælaframleiðslu á lofti á Íslandi og víðar undanfarin ár. Hún tekur nú við formennsku í Slow Food Nordic, samtökum Norðurlandadeilda. „Mér finnst nauðsynlegt að stíga til hliðar núna og hleypa yngra fólki að, þó ég sé enn í fullu fjöri. Þetta er að mörgu leyti ákjósanlegur tími til þess, en ég var fyrir nokkru beðin um að taka við Slow Food Nordic til að móta betur framtíðina þar og undirbúa Terra Madre Nordic 2020, sem verður haldin í ágúst í Stokkhólmi. Það verkefni er í mótun og er spennandi; við verðum þar til dæmis með norræna útgáfu af Askinum [Íslandsmeistaramótið í matarhandverki]. Eftir að hafa bragðað á íslensku matarhandverki íslenskra smáframleiðenda í Hörpu um síðustu helgi er ég sannfærð um að Íslendingar eiga fullt erindi í þá keppni. 
 
Svo verð ég líka áfram í stjórn Slow Food Reykjavík þannig að ég er ekki af baki dottin,“ segir Dominique um þessi tímamót. 
 
Dóra kunn fyrir Diskósúpuna
 
Nýkjörinn formaður er Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari, sem hefur vakið athygli á matarsóun með því meðal annars að elda svokallaða Diskósúpu úr hráefni sem stóð til að henda, þótt það væri enn vel neysluhæft. Hún hefur þar að auki haldið námskeið um land allt til að vísa veginn að betri nýtni matvæla við allar aðstæður og hefur verið fulltrúi Slow Food víða á viðburðum undanfarin ár.
 
Aðrir í nýrri stjórn eru Gunnþórunn Einarsdóttir, gæðastjóri hjá ÁTVR,  Ragnheiður Axel, Íslenskri hollustu og Og Náttúra, auk Sveins Kjartanssonar matreiðslumanns. Þeir Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, og Svavar Halldórsson, sem nemur við Slow Food-háskólann í Pollenzo á Ítalíu, eru varamenn. 
 
Mörg mikilvæg verkefni
 
Að sögn Dominique liggja mörg mikilvæg verkefni fyrir á næsta ári. Samtökin muni taka þátt í Terra Madre Nordic viðburðinum í ágúst á næsta ári og í byrjun október verður síðan Salone del Gusto og Terra Madre hátíðin, sem haldin er í Tórínó á Norður-Ítalíu. Þar sé meðal annars haldin matarsýningin, ein stærsta sölusýning opin almenningi með um 250 þúsund gesti. Þar hittist Slow Food félagar og áhugafólk hvaðan æva að úr heiminum, kynni sér matarhefðir, smakki góðan mat, styrki tengslanetið og leggi drög að nýjum áföngum við útbreiðslu á gildum hreyfingarinnar um að matvæli skuli vera framleidd vegna gæða þeirra, á „hreinan“ hátt  með sanngirni að leiðarljósi. 
 
Hún bendir á að aldrei megi gleyma því að góður matur sé ekki forréttindi, heldur mannréttindi – eins og Carlo Petrini, forseti Slow Food, hefur sagt.
 
Innanlands eru mörg áhugaverð verkefni í bígerð hjá nýrri stjórn Slow Food Reykjavík, að sögn Dominique. Haldið verður áfram að taka þátt í verkefnum sem stuðla að betri neyslu og matvælaframleiðslu, sem mun hafa jákvæð áhrif gegn þeirri loftslagsvá sem er fram undan. Áfram verður gert átak í að fjölga nýjum meðlimum til að koma skilaboðum markvissar áfram í samfélagið. 
 
Árvekni um matarsóun
 
Diskósúpuviðburðurinn verður haldinn áfram til að auka vitund um matarsóun með því að bjarga matvælum sem annars hefði verið hent – og gómsætar súpur gerðar sem gefnar verða. Málefni matarsóunar verði áfram unnin í samstarfi við ýmsa aðila sem vinna sameiginlega að því að sporna við þessu vandamáli.
 
Að sögn Dominique leist þeim sem sátu aðalfundinn vel á þá hugmynd að tengja Slow Food meira við ferðaþjónustuna í gegnum Slow Food Travel-hugmyndina. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...