Erfðabreytt ræktun á 190 milljón hekturum
Áætlað er að erfðabreyttar plöntur séu ræktaðar á um 190 milljónum hekturum lands í heiminum. Mest er ræktunin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Brasilíu og Argentínu.
Ræktun á erfðabreyttum nytjaplöntum er sífellt að aukast og í dag er áætlað að þær séu ræktaðar á um 190 milljón hekturum lands í heiminum. Um helmingur ræktunarinnar eru sojabaunir, á eftir fylgir bómull og repjuolíu.
Langmest er ræktunin í Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem ætlað er að 75 milljónir lands séu nýttir undir ræktun erfðabreyttra nytjaplantna. Í Brasilíu er landnýtingin áætluð rúmir 50 milljón og í Argentínu 26,3 milljón hektarar. Kanada er í fjórða sæti með um 13 milljón hektara. Þar á eftir koma Indland með rúma 11 og Paragvæ og Pakistan með um 3 milljón hektara af landi sem notað er til ræktunar á erfðabreyttum plöntum.
Fimm stærstu ræktunarlönd erfðabreyttra plantna, hvort sem það er til manneldis eða sem fóður, framleiða um tæplega 95% þeirra á heimsvísu.