Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi og eigandi Lambhaga og Lundar.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi og eigandi Lambhaga og Lundar.
Fréttir 21. júlí 2022

Fasteignafyrirtæki kaupir Lambhaga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður um kaup fast­eignafélagsins Eikar hf. á garð­yrkjustöðvunum Lambhaga í Úlfarsárdal og Lundi í Mosfellsdal eru í lokaferli.

Ákvörðun endanlegs kaupverðs er háð fyrirvörum, meðal annars um framkvæmd og niðurstöður áreiðanleikakannana, en að óbreyttu gæti heildarvirði hins selda í viðskiptunum numið allt að 4.230 milljónum króna. Kaup Eikar á Lanbhaga sýna aukinn áhuga stórra fjárfesta á matvælaframleiðslu.

Lambhagi er löngu lands­þekktur fyrir framleiðslu sína á Lambhagasalati og kryddi og stærsti framleiðandi salats á landinu. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga, stofnaði stöðina árið 1979. Kaupverðið er áætlað rúmir 4,2 milljarðar króna.

Lambhagavegur 23 á 11.944 fermetra gróðurhús í Úlfarsárdal í Reykjavík auk íbúðarhúsnæðis og Laufskálar eiga lóð og fasteign í Lundi í Mosfellsdal, sem er 6.821 fermetri auk 14.300 fermetra byggingarheimildar. Í atvinnuhúsnæði félaganna fer fram grænmetisrækt Lambhaga ehf. sem einnig er í eigu seljanda.

Fasteignamat rúmir 1,3 milljarðar

Með í kaupunum fylgir nýleg starfsemi fyrirtækisins að Lundi í Mosfellsdal með nýjum gróðurhúsum og tæknibúnaði. Fasteignamat eignanna árið 2023 er rúmlega 1,3 milljarðar króna. Samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023 er fasteignamat Lambhaga tæplega 790 milljónir en Lundar í Mosfellsdal 513 milljónir króna.

Samkvæmt ársreikningi var 38 milljóna króna tap á rekstri Lambhaga árið 2020 en á árunum 2017 til 2019 hagnaðist fyrirtækið um 94 milljónir króna. Ársreikningur fyrir 2021 liggur ekki fyrir.

Eina lögbýlið innan borgarmarkanna

Lambhagi er vel staðsett í Úlfarsárdal og því geysilega verðmætt land sem
gæti orðið byggingarland í náinni framtíð. Bæði Lundur og Lambhagi eru lögbýli. Munurinn á lögbýli og annars konar býlum felst meðal annars í því að lögbýlum fylgir lagaleg festa og ekki er hægt að brjóta þau upp með eignarnámi nema eftir lögformlegum leiðum.

Staða lögbýla er sterk í Evrópu og litið á þau sem fæðuframleiðslusvæði sem ekki má taka undir byggingarland nema við mjög sérstakar aðstæður og langt og strangt ferli.

Sáttur við kaupverðið

Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi og eigandi Lambhaga og Lundar, segir að þrátt fyrir að kaupin séu enn í ferli eigi hann ekki von á að þau gangi eftir.
„Mér skildist að samþykki ætti að liggja fyrir í lok síðustu viku en núna skilst mér að þar vanti formlegt samþykki hluthafafundar fyrir kaupunum sem verður haldinn í byrjun næstu viku.“

Fasteignafélagið Eik hf. kaupir land og húsnæði Klappar sem er
eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignir Lambhaga og Lundar. Síðan er hugmyndin að selja eða leigja reksturinn án þess að ég geti sem stendur sagt hver komi til með að gera það.“

Að sögn Hafbergs fékk hann úthlutað landi við Lambhaga árið 1977 og hefur rekið þar garðyrkjustöð frá 1979, en hann keypti Lund í Mosfellsdal árið 2007 og hóf uppbyggingu þar.

Hafberg segist vera sáttur við kaupverðið. „Þetta leggst vel í mig og ég held eftir skika af Lundi og ætla að reisa mér hús þar og njóta lífsins. Ég fylgi ekki með í kaupunum og ætla að láta öðrum eftir reksturinn og áframhaldandi uppbyggingu stöðvanna.“

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fasteignafélagsins Eikar
Vænleg fjárfesting

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fasteignafélagsins Eikar, sagði í samtali við Bændablaðið að hugmyndin væri að báðar garðyrkjustöðvarnar yrðu leigðar áfram til rekstraraðila sem héldi
áfram rekstri í þeim. Samhliða kaupum Eikar á fasteignunum mun því annar aðili kaupa reksturinn.

„Fjárfestingin býður upp á vænlega arðsemi auk stuðnings við íslenska matvælaframleiðslu. Það er mat okkar að matvælaframleiðsla sé vaxandi atvinnugrein á Íslandi sökum fjölgunar íbúa og ferðamanna, auk þess sem viðskiptin falla vel að yfirlýstum markmiðum stjórnvalda, um að auka sjálfbærni og efla fæðuöryggi.“

Í tilkynningu frá fasteignafélaginu Eik hf. vegna viðræðna um kaupin segir að Eik fasteignafélag hf. hafi skrifað undir samkomulag um helstu skilmála kaupsamnings um allt útgefið hlutafé í Lambhagavegi 23 ehf. og Laufskálum fasteignafélagi ehf.

Samkomulagið felur jafnframt í sér einkarétt til að vinna með seljanda og ráðgjöfum hans við að ná endanlegu samkomulagi um viðskiptin og klára kaupsamningsgerð og áreiðanleikakönnun. Bæði félögin eru að fullu í eigu Klappar eignarhaldsfélags ehf.

Nýtt Bændablað er komið út

Skylt efni: Lambhagi

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...

Strandirnar standa sterkari eftir
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atv...

Íslenskar paprikur árið um kring
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna ...

Brugðist við áfellisdómi
Fréttir 27. mars 2025

Brugðist við áfellisdómi

Matvælastofnun hefur brugðist við niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoð...

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...