Fimm prósenta uppbót á afurðaverð SS
Stjórn Sláturfélags Suðurlands tilkynnti í gær um fimm prósenta afurðaverðshækkun á allt innlegg ársins 2021.
Í tilkynningu kemur fram að það sé gert til að mæta miklum verðhækkunum á rekstrarvörum bænda. Uppbæturnar verða greiddar út í byrjun janúar og er reiknað með að heildarupphæðin verði um 83 milljónir króna.