Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sendlingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 11. júlí 2022

Sendlingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Sendlingur er gæfur og félagslyndur vaðfugl. Hann er lítill, frekar dökkur, lágfættur, með stuttan háls og frekar stuttan gogg.

Hann er staðfugl og algengasti vaðfuglinn á Íslandi á veturna. Á varpstöðvum eru sendlingar hógværir, láta áreiti lítið trufla sig og halda sér sem fastast við hreiðrið. Þeir færa sig jafnvel ekki fyrr en komið er alveg upp að þeim. Varpstofninn er metinn um 15.000 varppör. Þeir verpa helst til fjalla en einnig á annesjum og hrjóstrum á láglendi. Hreiðrin eru fremur lítilfjörleg á berangri upp við steina eða þúfur. Fuglarnir skiptast á að liggja á eggjunum í fyrstu en karlfuglinn tekur síðan alfarið við og sér að mestu eða öllu leyti um uppeldi unganna. Ungarnir stoppa mjög stutt í hreiðrinu, þeir fara fljótlega á ról og geta strax byrjað að borða upp á eigin spýtur. Rétt tæplega helmingur allra sendlinga í heiminum er að finna á Íslandi, við berum því mikla ábyrgð á þessum litla vaðfugli.

Skylt efni: fuglinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...