Sendlingur
Sendlingur er gæfur og félagslyndur vaðfugl. Hann er lítill, frekar dökkur, lágfættur, með stuttan háls og frekar stuttan gogg.
Hann er staðfugl og algengasti vaðfuglinn á Íslandi á veturna. Á varpstöðvum eru sendlingar hógværir, láta áreiti lítið trufla sig og halda sér sem fastast við hreiðrið. Þeir færa sig jafnvel ekki fyrr en komið er alveg upp að þeim. Varpstofninn er metinn um 15.000 varppör. Þeir verpa helst til fjalla en einnig á annesjum og hrjóstrum á láglendi. Hreiðrin eru fremur lítilfjörleg á berangri upp við steina eða þúfur. Fuglarnir skiptast á að liggja á eggjunum í fyrstu en karlfuglinn tekur síðan alfarið við og sér að mestu eða öllu leyti um uppeldi unganna. Ungarnir stoppa mjög stutt í hreiðrinu, þeir fara fljótlega á ról og geta strax byrjað að borða upp á eigin spýtur. Rétt tæplega helmingur allra sendlinga í heiminum er að finna á Íslandi, við berum því mikla ábyrgð á þessum litla vaðfugli.