Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Mynd / Landsnet
Fréttir 14. júlí 2021

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 ganga vel

Höfundur: Margrét Þóra Þórisdóttir

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 sem tengir Akureyri við Hólasand standa nú yfir og ganga vel. Línan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi. Um þessar mundir er verið að leggja um 10 kílómetra jarðstreng milli Akureyrar og Kaupangs í Eyjafjarðarsveit. Verktakinn Finnur ehf. fjárfesti í sérstökum vagni til að sanda í skurði og dró þannig úr seinlegri vinnu við að moka sandi með gröfu undir og yfir strengi. Þegar línan verður komin í rekstur mun afhendingaröryggi á Eyjafjarðarsvæðinu aukast til muna þar sem við bætist ný og öflug tenging inn á svæðið sem einnig mun gefa möguleika á aukinni notkun innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á svæðinu. Framkvæmdin skipar einnig drjúgan sess í uppbyggingu meginflutningskerfisins í heild, en Hólasandslína 3 er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Norðausturlandi. Leiðin er sem fyrr segir um 220 kílómetra löng og er innan fjögurra sveitarfélaga, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...