Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Mynd / Landsnet
Fréttir 14. júlí 2021

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 ganga vel

Höfundur: Margrét Þóra Þórisdóttir

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 sem tengir Akureyri við Hólasand standa nú yfir og ganga vel. Línan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi. Um þessar mundir er verið að leggja um 10 kílómetra jarðstreng milli Akureyrar og Kaupangs í Eyjafjarðarsveit. Verktakinn Finnur ehf. fjárfesti í sérstökum vagni til að sanda í skurði og dró þannig úr seinlegri vinnu við að moka sandi með gröfu undir og yfir strengi. Þegar línan verður komin í rekstur mun afhendingaröryggi á Eyjafjarðarsvæðinu aukast til muna þar sem við bætist ný og öflug tenging inn á svæðið sem einnig mun gefa möguleika á aukinni notkun innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á svæðinu. Framkvæmdin skipar einnig drjúgan sess í uppbyggingu meginflutningskerfisins í heild, en Hólasandslína 3 er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Norðausturlandi. Leiðin er sem fyrr segir um 220 kílómetra löng og er innan fjögurra sveitarfélaga, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f