Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Mynd / Landsnet
Fréttir 14. júlí 2021

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 ganga vel

Höfundur: Margrét Þóra Þórisdóttir

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 sem tengir Akureyri við Hólasand standa nú yfir og ganga vel. Línan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi. Um þessar mundir er verið að leggja um 10 kílómetra jarðstreng milli Akureyrar og Kaupangs í Eyjafjarðarsveit. Verktakinn Finnur ehf. fjárfesti í sérstökum vagni til að sanda í skurði og dró þannig úr seinlegri vinnu við að moka sandi með gröfu undir og yfir strengi. Þegar línan verður komin í rekstur mun afhendingaröryggi á Eyjafjarðarsvæðinu aukast til muna þar sem við bætist ný og öflug tenging inn á svæðið sem einnig mun gefa möguleika á aukinni notkun innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á svæðinu. Framkvæmdin skipar einnig drjúgan sess í uppbyggingu meginflutningskerfisins í heild, en Hólasandslína 3 er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Norðausturlandi. Leiðin er sem fyrr segir um 220 kílómetra löng og er innan fjögurra sveitarfélaga, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...