Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
York Ditfurth og Sabrina Gurtner.
York Ditfurth og Sabrina Gurtner.
Mynd / ghp
Fréttaskýring 5. september 2022

Telja daga blóðbúskapar talda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Að minnsta kosti tvær tilkynningar bárust lögreglustjóranum á Suðurlandi vegna ferða fólks um og við lögbýli ásamt óleyfilegum myndbandsupptökum í byrjun ágúst. Þar voru á ferðinni York Ditfurth og Sabrina Gurtner frá dýraverndarsamtökunum TSB og AWF ásamt tveimur starfsmönnum þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD.

Tilgangur ferðar Yorks og Sabrinu var að sögn þeirra að safna gögnum fyrir frekari rannsóknir samtakanna á starfsemi blóðtöku úr fylfullum hryssum, en þýska fjölmiðlafólkið var hér að safna efni fyrir heimildarmynd um störf dýraverndarsamtakanna. „Markmið okkar með þessari ferð var að tala við mismunandi hagsmunaaðila og ná fram ólíkri afstöðu þeirra,“ segir Sabrina en auk þess segir hún að þau hafi farið að skoða og kanna yfir fimmtán bæi.
York og Sabrina segja að þau hafi mætt mótlæti þegar þau komu við á búum og hugðust ræða við bændur. Ábúendur hefðu ekki verið reiðubúnir til viðtals eða samtals við þau auk þess sem framkvæmdastjóri Ísteka hafi hætt við fund með þeim. „Okkur finnst augljóst að þau eru að reyna að fela starfsemina eins mikið og mögulegt er, í stað þess að gera hana gagnsæja. Ef hún væri gagnsæ, hvað væri þá hægt að gagnrýna ef það er ekkert að fela?“ spyr York.

Þau segja aðbúnað blóðtöku ekki hafa breyst síðan þau voru hér árið 2019, en aðstöðurnar telja þau það vanbúna að slysahætta geti skapist af. Í einhverjum tilfellum hafi aðstaða verið færð inn í hús, annars staðar hefði verið reistur veggur til að hylja aðstöðu frá akvegi og enn annars staðar hefðu blóðtökubásar verið færðir fjær vegi.

Þau segja slíkar aðgerðir sambærilegar þeim sem þau urðu vitni að þegar þau rannsökuðu starfsemi blóðtöku í Úrúgvæ, en samtökin birtu efni úr störfum sínum þar á árunum 2014-2018. „Verið er að fjárfesta í felum, ekki í dýravelferð,“ segir York.

Þau óska eftir upplýsingum og samtali við bændur sem enn stunda starfsemina og lofa nafnleysi ef farið er fram á það.

Samtökin gáfu út myndband sl. vetur sem sýnir ámælisverð vinnubrögð við blóðtöku. Viðbrögðin við útgáfu myndbandsins veltu af stað atburðaráð sem fól meðal annars í sér endurskoðun á lagaumgjörð, regluverki og eftirliti með
starfsemi blóðtöku.

„Í sannleika sagt, þá hefði verið betra ef það væri ekki þörf
fyrir slíka myndbandaframleiðslu,“ segir York. „Venjulega höfum við getað fundað með hagaðilum, eins og MSD [einum stærsta kaupanda PMSG] eða öðrum líftæknifyrirtækjum. Í þeirra tilfelli er ekkert myndband að finna því talsmenn þeirra voru til í samband og samskipti, sem leiddi til þess að við skiptumst á upplýsingum. Hér mætum við járntjaldi og okkur ber að kíkja bak við það – það er verkefnið okkar sem dýravelferðarsamtök þegar við erum að koma á framfæri þeim skilaboðum að PMSG er ekki framtíðin.“

„Að okkar mati er það kerfisbundið vandamál að hryssurnar séu hálfvilltar, að þær séu ekki vanar meðhöndlun mannsins, að þær séu ekki tamdar og þjálfaðar til þessarar starfsemi. Það er einfaldlega ómögulegt að taka blóð úr hálfvilltum hesti án þess að valda honum streitu og ótta og án þess að beita ofbeldi,“ segir Sabrina. Þau byggja vitneskju sína á viðtali sínu við dýravelferðareftirlitsmann Ísteka og útgefnu efni fyrirtækisins þar sem þau segja að fram komi að hryssurnar lifi við frelsi og lítið áreiti frá manninum utan blóðtöku.

York segist hafa áratuga langa reynslu innan um hross og fullyrðir að hryssur í blóðtökubásum sýni hegðun særðra dýra. Sabrina bendir á hugtakið um lært hjálparleysi, sem lýsir sér m.a. í uppgjöf sem afleiðingu af því að geta ekki bjargað sér úr ákveðnum aðstæðum.

Í umsögn sinni við tillögu að reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum kalla samtökin eftir því að krafa verði gerð um skylduþjálfun hryssnanna. Sabrina segir að í því geti falist að hryssurnar væru bandvanar og þjálfaðar til að vera í básnum meðan á blóðtöku stendur. Þá gera samtökin athugasemd við blóðmagnið og mælingar á áhrifum blóðtöku, sem þau segja þurfa að vera víðtækari.

En burtséð frá hvernig staðið er að starfsemi blóðtöku hér á landi telur York daga blóðbúskapar talda. Til séu aðrir valkostir til að stilla gangmál og örva frjósemi í búfénaði. „Við höfum fengið upplýsingar frá vísindadeild þýsku ríkisstjórnarinnar að til séu 36 tilbúin staðgöngulyf og þar af eru átta fyrir svín. Það er því engin ástæða til að nota PMSG. Ég held að út frá hagsmunum Íslands sem ferðamannalands þá sé framleiðsla PMSG í mótsögn við þróun ferðaþjónustu. Þetta er starfsemi sem skaðar ímynd Íslands í nafni framleiðslu sem ég held að muni hætta af sjálfu sér á næstu fimm árum,“ segir hann.

„Við erum ekki óvinirnir. Við erum síðasta tækifæri bændanna til að breyta horfum framtíðarinnar til hins betra fjárhagslega því nú eru þeir á tilgangslausri vegferð sem mun verða stöðvuð. Þetta er bara spurning um tíma, það er engin framtíð í PMSG.“

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...