Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fuglaflensa greinist í starfsmanni kjúklingabús
Mynd / Egor Myznik
Fréttir 27. október 2022

Fuglaflensa greinist í starfsmanni kjúklingabús

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Starfsmaður kjúklingabús á Spáni greindist með fuglaflensu í lok september.

Þar með hefur þetta afbrigði tvisvar greinst í mönnum í Evrópu, en fyrra skiptið var á Bretlandi í desember 2021. Í báðum tilfellum hafa hinir smituðu fengið veiruna við meðhöndlun á sýktum fuglum. Starfsmaður spánska búsins var með mjög lítið magn smitefna, án einkenna og er nú laus við veiruna.

Málið má rekja til þess að plágur komu upp á tveimur kjúklingabúum í Guadalajara, skammt frá Madrid á Spáni. Mikið smitálag fuglaflensu hefur verið í Evrópu undanfarin misseri og er afbrigðið sem gengur núna bráðdrepandi fuglum.

Með þessum tveimur faröldrum hefur fuglaflensa greinst á spænskum kjúklingabúum 36 sinnum á árinu. Yfirvöld á svæðinu telja ástandið ekki áhyggjuefni eins og er. Mjög sjaldgæft er að fuglaflensa smitist milli manna. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af að með fjölgun tilfella fuglaflensunnar í villtum og tömdum fuglum komi fram stökkbreytt tilfelli sem berist milli manna.

Nokkrir litlir faraldrar hafa komið upp undanfarna áratugi og hefur dánartíðni verið há.

Skylt efni: fuglaflensa | utan úr heimi

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...