Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fuglaflensa greinist í starfsmanni kjúklingabús
Mynd / Egor Myznik
Fréttir 27. október 2022

Fuglaflensa greinist í starfsmanni kjúklingabús

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Starfsmaður kjúklingabús á Spáni greindist með fuglaflensu í lok september.

Þar með hefur þetta afbrigði tvisvar greinst í mönnum í Evrópu, en fyrra skiptið var á Bretlandi í desember 2021. Í báðum tilfellum hafa hinir smituðu fengið veiruna við meðhöndlun á sýktum fuglum. Starfsmaður spánska búsins var með mjög lítið magn smitefna, án einkenna og er nú laus við veiruna.

Málið má rekja til þess að plágur komu upp á tveimur kjúklingabúum í Guadalajara, skammt frá Madrid á Spáni. Mikið smitálag fuglaflensu hefur verið í Evrópu undanfarin misseri og er afbrigðið sem gengur núna bráðdrepandi fuglum.

Með þessum tveimur faröldrum hefur fuglaflensa greinst á spænskum kjúklingabúum 36 sinnum á árinu. Yfirvöld á svæðinu telja ástandið ekki áhyggjuefni eins og er. Mjög sjaldgæft er að fuglaflensa smitist milli manna. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af að með fjölgun tilfella fuglaflensunnar í villtum og tömdum fuglum komi fram stökkbreytt tilfelli sem berist milli manna.

Nokkrir litlir faraldrar hafa komið upp undanfarna áratugi og hefur dánartíðni verið há.

Skylt efni: fuglaflensa | utan úr heimi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...