Fuglaflensa í borginni
Máfur sem fannst í byrjun nóvember við Reykjavíkurtjörn greindist með skæða fuglainflúensu.
Fuglinn fannst veikur þann 1. nóvember. Hann var ófær um að forða sér og var því aflífaður af starfsfólki Reykjavíkurborgar og færður til Dýraþjónustu Reykjavíkur til sýnatöku. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum staðfesti þann 14. nóvember 2024 að skæð fuglainflúensa H5N5 hafi greinst í sýni úr fuglinum. Þetta er fyrsta greining sjúkdómsins í villtum fugli á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Matvælastofnun greinir frá.
„Almenningur er beðinn um að tilkynna tafarlaust um fund á veikum eða dauðum, villtum fuglum til Matvælastofnunar. Varast ber að snerta hræ og handfjatla veika, villt fugla. Allir sem halda alifugla eða aðra fugla eru hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir við umhir fuglanna,“ segir á vef Mast.