Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fuglaflensutilvikum fer fækkandi í Bretlandi og Þýskalandi
Fréttir 6. maí 2021

Fuglaflensutilvikum fer fækkandi í Bretlandi og Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þann 16. apríl síðastliðinn var ekki vitað um nein ný tilfelli fuglaflensusmits af H5N8  stofni (highly pathogenic avian influenza - HPAI)  í alifuglum í Bretlandi. Þá hafði aðeins verið tilkynnt um eitt nýtt tilfelli í villtum fugli í Englandi samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar sem fer með málefni matvæla- og dreifbýlismála. Þykja það trúlega gleðitíðindi í ljósi aragrúa farfugla sem nú eru komnir til Íslands. 

Frá 3. nóvember til 16. apríl hafði verið tilkynnt um 19 tilvik í alifuglum í Bretlandi, þar af 15 í Englandi, eitt í Wales, eitt í Skotlandi og tvö á Norður-Írlandi. Þá voru staðfest fimm tilvik í öðrum tegundum fugla sem haldið er í búrum.

Tilfellum smita af HPAIV H5 fuglaflensuveiru í villtum fuglum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum. Síðasta staðfesta fuglaflensu­smitið í villtum fugli var af HPAI H5N1 stofni sem getur líka smitast í menn. Fannst smitið í ránfuglstegundinni Mivus milvus sem líka er kölluð „Red Kite“.  

Alls 317 smittilfelli í villtum fuglum í Bretlandi

Þann 16. apríl síðastliðinn hafði verið tilkynnt um samtals 317 tilvik af fuglaflensu í villtum fuglum í Bretlandi. Þar af voru 11 smit af HPAI H5N1 stofni, 6 smit af H5N5 stofni, 290 af H5N8, 1 tilfelli af H5N3 og 9 smittilfelli af H5Nx stofni.

Á sama tíma hafði verið tilkynnt um 87 smittilfelli af H5N8 í alifuglum í Þýskalandi. Þar af voru 46 tilfelli vegna hænsna og annarra alifugla sem fólk er með í sínum bakgörðum.  Þá voru 32 smittilvik í alifuglaeldi í Póllandi og 11 í Tékklandi auk 15 tilvika þar í landi í fuglum í bakgörðum fólks.

Í villtum fuglum hafði þá verið tilkynnt um fuglaflensu af HPAI H5N8 stofni í Tékklandi, Frakklandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi og í Svíþjóð. Þá hafði verið tilkynnt umsmit af HPAI H5N5 veirustofni í Rússlandi og Svíþjóð. Eins hafði verið tilkynnt um smita af HPAI H5 stofni í villtum fuglum í Úkraínu. Þar að auki hafi smit af HPAI H7N7 stofni fundist í svani í Litháen.

Smitum í villtum fuglum fækkar í Þýskalandi

Samkvæmt upplýsingum Friedrich Loeffler-stofnunarinnar í Þýskalandi hafði verið tilkynnt um 50 smit í villtum fuglum í Þýskalandi og þá aðallega í norðanverðu landinu á tímabilinu 1. til 12. apríl síðastliðinn. Á tíu dögum þar á undan hafði verið tilkynnt um 121 smittilvik.

Skylt efni: fuglaflensa

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...