Fundað um áburðarmál
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) boðar til fræðslu- og umræðufunda um áburðarmál víðs vegar um landið á næstu dögum.
Stað- og tímasetningar ásamt skráningarformi fyrir fundina eru aðgengilegar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar, HÉR, en fyrsti fundur fer fram 22. nóvember.
Á fundunum verður rætt um efnasamsetningu tegunda af tilbúnum áburði, helstu næringarefni í áburði og áhrif þeirra á magn og gæði uppskeru. Rætt um búfjáráburð og þætti sem hafa áhrif á nýtingu hans og aðra lífræna áburðargjafa eða jarðvegsbætandi efni.
Rætt verður um þætti tengda jarðvegi og fleiru sem hafa áhrif á nýtingu áburðar s.s. vatnsbúskap og sýrustig jarðvegs. Farið verður yfir niðurstöður heyefnagreininga og hvernig nýta megi þær við val á áburði, að því er fram kemur í tilkynningu.
Bændur eru hvattir til að skrá sig á fundina á rml.is.