Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna.
Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna.
Fréttir 28. febrúar 2018

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Þingeyjarsveit

Skólamáltíðir við grunn- og leikskóla í Þingeyjarsveit eru gjaldfrjálsar. Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhags­áætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna. Tók ákvörðun sveitarstjórnar gildi um síðustu áramót og hefur mælst vel fyrir meðal íbúa sveitarfélagsins sem lýst hafa ánægju með framtakið.
 
„Markmiðið er að bæta velferð barna og unglinga í sveitarfélaginu, gera góða skóla betri og meira aðlaðandi. Þetta verður vonandi einnig til þess að hvetja barnafólk til að flytja í sveitarfélagið. Við höfum fengið afar jákvæð viðbrögð og ljóst að íbúar kunna vel að meta þessa ákvörðun enda skiptir þetta máli fjárhagslega fyrir fjölskyldur, til að mynda sem eru með tvö og þrjú börn í grunn- og leikskóla,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit.
 
Í sveitarfélaginu eru tveir grunnskólar starfandi og þrír leikskólar. Heildar nemendafjöldi í Þingeyjarsveit er um 145 börn og unglingar, um 107 nemendur í grunnskólunum og um 38 nemendur í leikskólunum. Kostnaður sveitarfélagsins vegna gjaldfrjálsu máltíðanna er um 12 milljónir króna á ári. Dagbjört segir að undanfarin ár hafi töluvert verið hagrætt í skólamálum með sameiningu og því hafi skapast frekara svigrúm í málaflokknum.   „Það er mikill metnaður lagður í gott og faglegt skólastarf sem og einnig allan aðbúnað fyrir nemendur og kennara,“ segir Dagbjört.
 
Kvaðst hún ekki vita til að önnur sveitarfélög í landinu bjóði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir, „ég þori ekki að fullyrða að við séum fyrsta sveitarfélagið til að bjóða upp á ókeypis máltíðir, en mörg sveitarfélög bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn og það gerum við líka,“ segir hún. 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...