Innlend matvæli í allar skólamáltíðir
Nýverið skoruðu Bændasamtök Íslands á sveitarfélög landsins til að nýta innlend matvæli í skólamáltíðir eins og kostur sé, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk.
Nýverið skoruðu Bændasamtök Íslands á sveitarfélög landsins til að nýta innlend matvæli í skólamáltíðir eins og kostur sé, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk.
„Við vitum ekki nákvæmlega hvernig staðan er hjá skólamötuneytum í Eyjafirði, en fannst ástæða til að minna á kosti þessa að versla inn íslenskt hráefni,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Skólamáltíðir við grunn- og leikskóla í Þingeyjarsveit eru gjaldfrjálsar. Sveitarstjórn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 að bjóða upp á hollan og góðan mat, morgunmat, ávaxtastund og heitan mat í hádeginu í mötuneytum skólanna.
Sölufélag garðyrkjumanna hyggst auka hlut íslenskra afurða á borðum íslenskra barna. Í sumar hóf nýtt veitingasvið fyrirtækisins að þjónusta leikskóla. Að sögn Herborgar Svönu Hjelm, sviðsstjóra veitingasviðs, kunna leikskólabörnin gott að meta. Veitingasvið hyggur á enn frekari útbreiðslu.