Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að stærsta áskorun sem sveitar­félög standa frammi fyrir þegar kemur að því að velja matvæli í skólamáltíðir að þau þurfa að fara eftir lögum um opinber innkaup.
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að stærsta áskorun sem sveitar­félög standa frammi fyrir þegar kemur að því að velja matvæli í skólamáltíðir að þau þurfa að fara eftir lögum um opinber innkaup.
Fréttir 31. maí 2021

Innlend matvæli í allar skólamáltíðir

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Nýverið skoruðu Bændasamtök Íslands á sveitarfélög landsins til að nýta innlend matvæli í skólamáltíðir eins og kostur sé, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk.

Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög svarað áskorun Bændasamtakanna þar sem málefninu er fagnað og ítrekað að sveitarfélögin starfi eftir manneldismarkmiðum Landlæknisembættisins. Þar séu góðar og hollar skólamáltíðir með áherslu á íslensk matvæli höfð í hávegum. Sveitarfélögin reyna einnig eftir fremsta megni að nýta hráefni úr eigin héraði til að koma til móts við kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd.

Það er að mörgu að huga við framleiðslu á skólamáltíðum til okkar yngstu þjóðfélagsþegna. Skólamáltíðir snúast ekki eingöngu um félagsskapinn, skilgreindan matartíma og það hvernig maturinn er framreiddur. Það sem mestu máli skiptir er hvaða matur er í boði, þar sem mörg börn eiga oftar en ekki jafn langan vinnudag og fullorðnir. Því skiptir máli að skólamáltíðin veiti barni að minnsta kosti þriðjung af orku- og próteinþörf dagsins.

„Stærsta áskorunin sem sveitarfélögin standa frammi fyrir er að þau þurfa að fara eftir lögum um opinber innkaup. Á grundvelli laganna og EES-samningsins geta sveitarfélög ekki mismunað út frá t.d. uppruna matvæla. Það er þó heimilt að setja ákveðnar kröfur eða hygla á grundvelli málefnalegra ástæðna eins og kolefnisspor, umhverfisvernd og annarra jákvæðra þátta fyrir samfélagið. Það er til dæmis hægt að setja inn í útboðsgögn að matvæli verði að vera af ákveðnum ferskleika eða að kolefnisspor matvæla skuli vera sem minnst en í raun vantar betri gagnagrunn fyrir sveitarfélög til að leita til við að útbúa útboðsgögn svo slíkir samningsskilmálar haldi,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og bætir við:

„Ríkið setti sér matvælastefnu fyrir nokkru síðan og erum við að bíða eftir að sjá hvernig ríkið útfærir þetta í sínum útboðsskilmálum sem getur verið fordæmisgefandi fyrir sveitarfélög. Í matvælastefnunni er fjallað um hvernig ætti að auka innkaup á íslensku hráefni og verður einnig áhugavert að sjá hvernig það verði útfært. Síðan er líka annað í þessu að sum sveitarfélög hugsa um þægindi og umhverfisáhrif í víðara samhengi. Þau vilja ef til vill frekar skipta við einn aðila sem kemur með allt í einni ferð, kannski einu sinni í viku, einmitt til að lækka kolefnissporið, og eru þá í þeirri aðstöðu að þau geta ekki gert allar þær kröfur sem þau helst myndu vilja gagnvart einstaka vörum.“

Mikilvægi fjölbreyttrar fæðu

Í leiðbeiningum frá embætti Landlæknis um mataræði til grunnskóla kemur fram að alltaf eigi að bjóða upp á grænmeti með hádegismatnum og ávexti ef það passar. Til drykkjar á alltaf að vera í boði kalt vatn en að öllu jöfnu er einnig mælt með D-vítamínbættri léttmjólk með orkuminni máltíðum og jurtamjólk fyrir nemendur sem ekki drekka mjólk. Lykilatriðið er að börn neyti fjölbreyttrar fæðu. Sé næringarrík fæðutegund á borð við kjöt tekin út úr fæðinu er mikilvægt að inn komi önnur næringarrík fæðutegund í staðinn, til dæmis fiskur eða egg.

Skylt efni: skólamáltíðir

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...