Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
„Íslenska grænmetið hefur algjöra sérstöðu þar sem eingöngu eru notaðar lífrænar varnir við ræktun í ylrækt og grænmetið vökvað með íslensku vatni,“ segir Herborg Svana Hjelm, sviðsstjóri veitingasviðs hjá Sölufélagi garðyrkjumanna.
„Íslenska grænmetið hefur algjöra sérstöðu þar sem eingöngu eru notaðar lífrænar varnir við ræktun í ylrækt og grænmetið vökvað með íslensku vatni,“ segir Herborg Svana Hjelm, sviðsstjóri veitingasviðs hjá Sölufélagi garðyrkjumanna.
Fréttir 21. september 2017

Huga þarf að grunnhráefnum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Sölufélag garðyrkjumanna hyggst auka hlut íslenskra afurða á borðum íslenskra barna. Í sumar hóf nýtt veitingasvið fyrirtækisins að þjónusta leikskóla. Að sögn Herborgar Svönu Hjelm, sviðsstjóra veitingasviðs, kunna leikskólabörnin gott að meta. Veitingasvið hyggur á enn frekari útbreiðslu.
 
Herborg Svana Hjelm.
„Staðreyndin er sú að íslensk börn borða nánast ekkert íslenskt grænmeti í leikskólum og grunnskólum,“ segir Herborg Svana Hjelm, sviðsstjóri veitingasviðs Sölufélags garðyrkjumanna. Upphaf rekstrarins má rekja 2 ár aftur í tímann, þegar fregnir bárust að skordýraeitur mældist langt yfir hættumörkum í blóði barna á leikskólaaldri í Danmörku.
 
„Í framhaldi fóru íslenskir garðyrkjubændur að velta fyrir sér hvernig væri hægt að fá leik- og grunnskólabörn til að neyta meira af íslensku grænmeti og sú leið var valin að koma á fót veitingasviði,“ segir Herborg en félagið hefur nú standsett nýtt framleiðslueldhús í höfuðstöðvum Sölufélags garðyrkjumanna að Brúarvogi í Reykjavík.
 
Gulrótaverur og regnbogapaprikur
 
Í sumar hafa starfsmenn veitingasviðsins mótað matseðilinn með aðstoð barna, starfsfólks leikskólanna og fagfólks.
 
„Við gerum allan mat frá grunni, notum engin aukaefni né sykur og mjög lítið af salti. Við notum íslenskt grænmeti, íslenskan fisk og íslenskt kjöt. Allar sósur eru úr grænmeti, við gerum grænmetiskraftana okkar sjálf, þykkjum sósur með kartöflum, ekki kartöflumjöli, og bjóðum upp á kartöflumús, ekki kartöfluduft. Við nýtum grænmeti sem ekki ratar í búðir og hefur það fallið í afar góðan jarðveg,“ segir Herborg og tekur dæmi.
 
„Við tökum til dæmis við gulrótum með tveimur löppum. Börnin sjá þær sem ævintýraverur og matartíminn verður að leik. Paprikur í alls konar litum eru í þeirra huga regnbogapaprikur. Það sem fer ekki í neytendapakkningar finnst börnum skemmtilegt,“ segir Herborg. 
 
Hún segir ferska grænmetið hafa vakið lukku barnanna. „Við skerum grænmetið þannig að það henti börnum vel, þ.e. að þau geti haldið á grænmetinu og framreiðum það á litríkan hátt. Börnin eru mjög dugleg að borða grænmeti og starfsfólk segist sjá mun, þau borði í reynd meira.“
 
Herborg segir hugsjónina einnig snúa að matarsóun. Þannig sé grænmetið frá bændum fullnýtt, afskurður sé notaður í súpur og sósur. Einnig sé lögð áhersla á að nota umhverfisvænar umbúðir sem síðar eru notaðar í jarðgerðarvinnslu.
 
Veitingasviðið hyggur á frekari útbreiðslu. Herborg segir framleiðslugetu sviðsins mikla og bændur anni vel framleiðsluþörfinni, sem gæti þó aukist ef vel gengur. 
 
Áherslubreytinga er þörf í útboðum
 
Að sögn Herborgar hefur Sölufélag garðyrkjumanna tekið þátt í þremur útboðum til að þjónusta leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. „Við vorum með næstlægsta tilboðið í Garðabæ og lægst í Kópavogi en Kópavogur kaus af ókunnri ástæðu að semja ekki við Sölufélag garðyrkjumanna,“ segir Herborg en útboðið hjá Reykjavíkurborg stendur yfir og niðurstöðu að vænta bráðlega. 
 
„Hingað til hefur ekki verið gerð grundvallarkrafa um gæði hráefnis við val í slíkum útboðum, né heldur hvað varðar umhverfisþætti eins og kolefnisfótspor og sjálfbærni. Við val um samstarfsaðila í opinberum útboðum ræður ræður eingöngu verðið. Það hefur til að mynda verið lagt að jöfnu hvort blómkálssúpan sé unnin úr dufti eða alvöru blómkáli og það sama má segja um kart­öflustöppu sem er unnin úr dufti en ekki úr kartöflum,“ segir Herborg sem vill sjá áherslubreytingu. 
 
„Næringargildin ein og sér eru ekki framtíðin í þessu, heldur þarf að huga að hvað er í matnum og úr hvaða grunnhráefnum maturinn er unninn. Þá þarf einnig að líta til notkunar á salti, sykri og öðrum óæskilegum aukaefnum. Við leggjum gríðarlega mikið upp úr gæðum þess hráefnis sem er notað í matargerðina, ekki bara hvað er í matinn heldur hvað er í matnum. Þetta er í samræmi við það sem er að gerast í nágrannalöndunum í kringum okkur og þá horfum við sérstaklega til Kaupmannahafnar.“ 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...