Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Greinargerð um kvótaviðskipti - veffundur á miðvikudag
Mynd / TB
Fréttir 18. desember 2018

Greinargerð um kvótaviðskipti - veffundur á miðvikudag

Höfundur: Ritstjórn

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hefur skilað greinargerð sinni um sölu og kaup á greiðslumarki mjólkur sem unnin var fyrir Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda. Höfundar skýrslunnar eru fjórir, þau Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Helga Einarsdóttir, Hjalti Jóhannesson og Vífill Karlsson.

Kynning á Netinu miðvikudaginn 19. des. kl. 13.00 - leiðbeiningar um innskráningu

Miðvikudaginn 19. desember kl.13:00 munu höfundar greinargerðarinnar kynna vinnuna á veffundi sem er öllum aðgengilegur. Áhorferndur fá tækifæri til að spyrja út í vinnuna og niðurstöður á fundinum.

Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að skrá sig inn hér. Opnað er fyrir innskráningar kl. 12:45 og hefst kynningin kl. 13:00. Hægt er að senda inn skriflegar spurningar með því að smella á hnappinn „chat” fyrir miðju neðst á síðunni. Spurningarnar birtast einungis þeim sem fara með kynninguna og munu þau svara þeim í þeirri röð sem þær berast.

Athugið að einungis er pláss fyrir 100 tengingar á meðan kynningunni stendur. Fari fjöldinn yfir það berst viðkomandi tilkynning um að ekki sé hægt að tengjast fundinum. Upptaka verður gerð aðgengileg á vefnum eins fljótt og hægt er í framhaldi fundar.

Horft til miðlægs kvótamarkaðar

Verkefni RHA fólst í því að skoða mögulegar útfærslur á viðskiptum með greiðslumark og gera grein fyrir líklegum kostum og göllum hverrar leiðar fyrir sig. Bæði er átt við kosti og galla út frá hagfræðilegu og samfélagslegu sjónarhorni. Í greinargerðinni eru reifaðir helstu kostir og gallar fyrrverandi kerfa og þau áhrif sem leiðirnar hafa haft í för með sér á fjölda og stærð býla, mannfjöldaþróun, verðlag á greiðslumarki o.fl. Í greinargerðinni er litið yfir þau viðskiptaform sem hafa verið með kvóta hérlendis, sem og hvernig þessum málum er háttað í ESB, Svíþjóð, Noregi og Nýfundnalandi og Labrador (Kanada).

Tillaga RHA gerir ráð fyrir kvótamarkaði líkt og þeim sem var starfræktur frá 2010-2016. Hins vegar er gert ráð fyrir ákveðnu þaki á greiðslumarki til hvers og eins. Einnig eru skoðaðar þrjár nánari útfærslur; a) kvótamarkaður með þaki og svæðisskiptingu, b) kvótamarkaður með þaki, svæðisskiptingu og kröfum um eignarhald og c) tvö aðskilin kerfi; stór- og fjölskyldubú.

Greinargerðin er aðgengileg hér í heild sinni:

Greiðslumark mjólkur - Tillögur og leiðir vegna sölu og kaupa

Skylt efni: kúabúskapur | greiðslumark | LK |

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...