Hádegisfundir um áburðarmál
Í lok nóvember og fram í desember munu ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fara um landið og halda fræðslu og umræðufundi um áburðarmál.
„Það að nýta búfjáráburð og annan lífrænan áburð sem best samhliða því að lágmarka notkun á tilbúnum áburði án þess að það hafi skaðleg áhrif á búreksturinn eru meðal helstu áskorana sem bændur standa frammi fyrir í dag.
Á fundunum munu ráðunautar RML fara yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga varðandi áburðarnýtingu o.fl. og síðan verða umræður í lokin þar sem m.a. er gert ráð fyrir þátttöku áburðarsala“, segir í tilkynningu frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.