Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabirgðaheimild um hækkun á hámarksinnihaldi kadmíums (Cd) í áburði.

Þessi heimild er sett til að tryggja nægjanlegt magn fosfóráburðar á árinu 2024. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun.

Þar segir að kadmíumsnauður fosfór hafi fyrst og fremst komið frá Rússlandi, en sakir viðskiptatakmarkana sé slíkur fosfóráburður í takmörkuðu magni á Evrópumarkaði. 

Eftir þessar breytingar sé heimilt magn kadmíums í áburði 136 milligrömm á hvert kílógramm fosfórs eða 60 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs. Þetta sé í samræmi við ákvæði nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins um áburðarvörur.

Gert sé ráð fyrir að á árinu 2025 verði leyfilegt hámarksinnihald kadmíums í áburði aftur fært til fyrri marka. Þau voru 50 milligrömm kadmíums á hvert kílógramm fosfórs eða 22 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs.

Skylt efni: áburður

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...