Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimild hefur verið veitt fyrir hækkuðu hlutfalli af kadmíum í fosfóráburði. Er þetta viðbragð við viðskiptaþvingunum við Rússa.
Heimild hefur verið veitt fyrir hækkuðu hlutfalli af kadmíum í fosfóráburði. Er þetta viðbragð við viðskiptaþvingunum við Rússa.
Mynd / Úr myndskeiði
Fréttir 4. október 2022

Heimild fyrir auknu kadmíuminnihaldi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 12. ágúst sl. gekk í gildi ákvæði til bráðabirgða á reglugerð um ólífrænan áburð. Í ákvæðinu, sem gildir til ársloka 2023, er aukið við leyfilegt hámark kadmíum í tilbúnum áburði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Þetta er viðbragð við yfirvofandi áburðarskorti þar sem lokast hefur á útflutning á áburðarefnum frá Rússlandi. Þar eru helstu námur heimsins sem gefa fosfór með lágu kadmíuminnihaldi og hafa íslenskir áburðarsalar stólað á áburð þaðan. Nú er líklegt að flytja þurfi inn áburðarefni úr miklum námum í Vestur-Sahara þar sem fosfórinn er katmíumríkur.

Kadmíum er þungmálmur sem safnast upp í jarðvegi og getur haft neikvæð áhrif á heilsu fólks. Óljóst er þó hversu mikið magn endar í fæðu við íslenskar aðstæður.

Fyrri útgáfa reglugerðarinnar gaf leyfi fyrir allt að 50 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Með nýjustu breytingum má þetta magn fara upp í 150 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Evrópusambandið lækkaði fyrir nokkrum árum hámarksmagn fosfórs niður í 60 mg pr. kg. þrífosfats (P2O5), sem er sambærilegt núgildandi hámarki hér á landi.

Leiðrétting: Bændablaðið birti frétt um þetta mál í blaðinu 9. september síðastliðinn. Þar var gefinn upp rangur gildistími reglugerðarinnar. Einnig var notuð röng mælieining á hámark kadmíum í áburði innan ESB.

Skylt efni: áburður

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...