Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 1. desember 2015

Hljóðbylgjur sem tæla til sín pöddur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tæki sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli skordýrs sem leggst á appelsínulundi í Flórída lofar góðu í baráttunni við kvikindið sem veldur talsverðum skaða í ræktuninni á hverju ári.

Kvikindið sem um ræðir er upprunnið í Asíu og nærist á stönglum og laufi sítrustrjáa og dregur þannig verulega úr vexti trjánna og uppskerunnar sem þær gefa. Á sama tíma bera pöddurnar í sér bakteríu sem smitast í trén og getur sýking af þeirra völdum valdið dauða trjánna.

Tilraunir með að nota hljóðbylgjur sem líkjast mökunarkalli kvenkvikindanna í stað skordýraeiturs til að halda pöddunni í skefjum lofa góðu. Hljóðin trufla þannig að mökunarferli pöddunnar riðlast og það dregur úr fjölgun hennar. 

Tæknin virkar þannig að tæki sem greinir þegar karldýr koma fljúgandi sendir boð í aðra græju sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli kvenpöddunnar með þeim afleiðingum að karldýrin breyta um stefnu. Við hljóðgjafann eru vonbiðlarnir svo veiddir í gildru þar sem þeir drepast.

Tilraunir með hljóðbylgjutæknina lofa það góðu að ákveðið hefur verið að reyna hana sem vörn gegn fleiri tegundum skordýra sem valda skaða á uppskeru, í vöruhúsum eða mannabústöðum.

Skylt efni: ræktun | hljóðbylgjur | Skordýr

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...