Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Reffilegur dráttarvélaflotinn sem hefur keyrt möl í grunninn undanfarna daga.
Reffilegur dráttarvélaflotinn sem hefur keyrt möl í grunninn undanfarna daga.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugalands. Stofnað hefur verið kornsamlagið Kornskemman sem bændur á fimm bæjum eru aðilar að. Gert er ráð fyrir að afkastageta stöðvarinnar verði tvö þúsund tonn á mánuði.

„Við höfum verið að keyra möl nú í þrjá daga í grunn fyrir stöðina. Ákváðum bara í raun að taka sénsinn á því að ríkið standi með okkur í þessu,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson í Klauf, sem er einn kornbændanna sem standa að verkefninu. „Við sendum inn styrkumsókn fyrir hálfum mánuði um fjárfestingastuðning fyrir verkefnið og bíðum bara eftir svari.“

Hermann Ingi Gunnarsson í Klauf. Mynd / HKr.

Umsóknir voru 13 um fjárfestingastuðning

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu bárust 13 umsóknir um fjárfestingastuðning í kornrækt. Tilgreind heildarfjárfesting samkvæmt umsóknum sé samtals 893 milljónir króna. Verkefnin séu afar fjölþætt en fjárfestingin spanni frá rúmum 4 milljónum króna upp í rúmar 200 milljónir.

Til ráðstöfunar á þessu ári eru 144 milljónir króna. Umsóknir séu í vinnslu og verður umsækjendum tilkynnt um niðurstöðuna eins fljótt og auðið er.

Heitt vatn til þurrkunar

Hermann segir að þetta sé verkefni sem taki langan tíma í undirbúningi og ekki hafi verið hægt að bíða með að fara af stað ef það ætti að vera möguleiki að þurrka korn þar næsta haust. „Það verður notast við heitt vatn til þurrkunarinnar sem ekki þarf að bora eftir og svo skilum við því aftur inn á kerfið til húshitunar þegar búið er að nota það.

Það verða líka reist stór síló til að hægt sé geyma kornið fyrir bændur.“

Fjárfesting upp á 200 milljónir króna

Bændurnir sem eru stofnaðilar að samlaginu eru frá bæjunum Klauf, Hrafnagili, Grænuhlíð, Svertingsstöðum og Hólshúsum.

Eignarhluti er jafn á milli bændanna, en ágætlega gekk að afla fjármagns fyrir verkefnið sem er um 200 milljóna króna fjárfesting, að sögn Hermanns. Kornbændur á Suðurlandi fóru þá leið að endurvekja Kornræktarfélag Suðurlands sem skref í átt að kornsamlagi fyrst, en Hermann segir að munurinn á þessum svæðum sé sá að eyfirskir kornbændur búi ekki við neina afkastagetu í þurrkun og því hafi legið mjög á því að koma þessu verkefni af stað.

„Bændur voru bara komnir að þeim tímapunkti að taka þyrfti ákvörðun um að hætta í kornrækt eða taka þetta stóra skref og búnaðinn þurfti að panta inn um áramótin til að hann yrði kominn á réttum tíma.

Við erum með öfluga bændur hérna og góða stuðningsaðila – og svo gerum við ráð fyrir að fá þennan 40 prósenta fjárfestinga- styrk frá stjórnvöldum vegna framkvæmdarinnar. Þegar ljóst var að stöðin yrði að veruleika heyrði maður á bændum að það er hugur í þeim og þeir ætla að auka töluvert mikið sína ræktun.“

Grunnur kornþurrkstöðvarinnar í landi Laugalands í Eyjafirði.

Þurrkun og geymsla

Hermann segir að rekstrarform Kornskemmunnar verði þannig að bændur verði þjónustaðir með þurrkun og geymslu en kornið verði ekki keypt af bændum, eins og kannski tíðkist í öðrum samlögum.
„Við erum með Bústólpa hérna á svæðinu sem er mjög öflugur aðili og hefur keypt allt bygg. Aðalvandamálið hefur verið geymslan á bygginu þannig að það verður svona lykilhlutverk hjá stöðinni líka. Bændur þurfa auðvitað að huga að gæðamálunum núna meira þegar þeir fara að framleiða meira af söluvöru en við gerum ráð fyrir að notast verði við gæðastaðla Bústólpa þar sem kannski 90 prósent af bygginu fari þangað og því verði Kornskemman sjálf ekki þannig milliliður.“

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...