Kornþurrkstöð fyrir allt Austurland
Setja á upp kornþurrkstöð við Egilsstaði sem þjónað getur öllum kornræktendum á Austurlandi. Fyrirhuguð gangsetning er í haust.
Setja á upp kornþurrkstöð við Egilsstaði sem þjónað getur öllum kornræktendum á Austurlandi. Fyrirhuguð gangsetning er í haust.
Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirskir bændur eru að byggja við Ytra-Laugaland.
Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugalands. Stofnað hefur verið kornsamlagið Kornskemman sem bændur á fimm bæjum eru aðilar að. Gert er ráð fyrir að afkastageta stöðvarinnar verði tvö þúsund tonn á mánuði.
Í vor vann ég lokaverkefni mitt í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Fjarðakorn, kornræktarfélag í Eyjafirði kom með hugmynd að verkefni sem var að skoða fýsileika og hagkvæmni þess að reisa kornþurrkstöð í Eyjafirði.
25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér kornþurrkstöð í firðinum ef hún yrði reist.