Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Á framkvæmdasvæði kornþurrkstöðvarinnar í Eyjafirði á þriðjudaginn.
Á framkvæmdasvæði kornþurrkstöðvarinnar í Eyjafirði á þriðjudaginn.
Mynd / Sigurgeir Sigurgeirsson
Fréttir 19. ágúst 2024

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirskir bændur eru að byggja við Ytra-Laugaland.

Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf í Eyjafjarðarsveit, segir verkið vera nánast á áætlun. Byggingarefnið, sem sé forsniðið límtré og yleiningar tafðist aðeins, en eigi að skila sér á næstu tveimur vikum. Það komi ekki að sök, því þá gefist færi á að koma vélbúnaðinum fyrir sem berist á næstu dögum. Ef allt gengur eftir gerir Hermann ráð fyrir að hægt verði að ræsa búnaðinn í lok september. Það sé í tæka tíð fyrir þreskingu, sem tefst vegna kulda í vor.

„Það eru helvíti öflugir menn og konur með okkur og við vinnum hérna dag og nótt og erum í heyskap í dauða tímanum þar á milli,“ segir Hermann, en stærstur hluti verksins sé unninn af bændunum sem eiga kornþurrkstöðina. Vinir og ættingjar séu kallaðir til og segir Hermann að þetta sé félagslegt verkefni eins og tíðkaðist áður. „Ég myndi segja að þetta séu fimmtán manns sem eru í reglulegri vinnu. Svo hefur þetta farið upp í töluvert fleiri á góðum dögum, þannig að það er oft hasar.“

Það sem liggi fyrir á allra næstu dögum á meðan beðið sé eftir frekari aðföngum séu ýmis minni verk í kringum húsið, eins og að leggja dren, keyra möl og jafna plön. Norðurorka sé jafnframt að vinna við að tengja afkastamikla heitavatnslögn til og frá stöðinni. Þá eigi eftir að steypa undirstöður fyrir þurrkarann, sem verður að hluta til utan við bygginguna.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...