Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikill áhugi er á kornþurrkstöð meðal eyfirskra bænda, en ríflega 60 prósent myndu leggja inn hlutafé.
Mikill áhugi er á kornþurrkstöð meðal eyfirskra bænda, en ríflega 60 prósent myndu leggja inn hlutafé.
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér kornþurrkstöð í firðinum ef hún yrði reist.

Jafnframt myndu ríflega 60 prósent aðspurðra leggja til hlutafé og tæp 72 prósent myndu auka ræktun. Þetta kemur fram í lokaverkefni Oddleifs Eiríkssonar í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Þar er gengið út frá því að kornþurrkstöð yrði reist að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði og kostnaður borinn saman við notkun á þurrkstöð sem til stendur að reisa skammt frá Húsavík. Sé 1.000 tonna kornþurrkstöð reist í Eyjafirði verði kostnaður við rekstur einingarinnar það hár að hagkvæmara væri að flytja kornið um lengri veg.

Oddleifur segir í lokaorðum verkefnisins að ljóst sé að ýmsar forsendur til kornþurrkunar séu til staðar í Eyjafirði. Mismunur á flutningi korns að Syðra-Laugalandi samanborið til Húsavíkur sé 2,6 krónur á kílóið. Sé einungis miðað við flutningskostnað, þá væri hagkvæmara að reisa þurrkstöð í Eyjafirði í ljósi þess að kornrækt er umfangsmeiri þar en í Þingeyjarsveit.

Vissulega sé stærðarhagkvæmni að samnýta þurrkstöð við Húsavík og hún sé líklega vanmetin. Til standi að sú þurrkstöð nýti glatvarma, sem sé orka sem fari til spillis, og þurrki bæði korn og framleiði grasköggla. Oddleifur greinir nánar frá verkefninu í aðsendri grein á blaðsíðu 52 í þessu blaði.

Skylt efni: kornrækt | kornþurrkstöð

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...