Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikill áhugi er á kornþurrkstöð meðal eyfirskra bænda, en ríflega 60 prósent myndu leggja inn hlutafé.
Mikill áhugi er á kornþurrkstöð meðal eyfirskra bænda, en ríflega 60 prósent myndu leggja inn hlutafé.
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér kornþurrkstöð í firðinum ef hún yrði reist.

Jafnframt myndu ríflega 60 prósent aðspurðra leggja til hlutafé og tæp 72 prósent myndu auka ræktun. Þetta kemur fram í lokaverkefni Oddleifs Eiríkssonar í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Þar er gengið út frá því að kornþurrkstöð yrði reist að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði og kostnaður borinn saman við notkun á þurrkstöð sem til stendur að reisa skammt frá Húsavík. Sé 1.000 tonna kornþurrkstöð reist í Eyjafirði verði kostnaður við rekstur einingarinnar það hár að hagkvæmara væri að flytja kornið um lengri veg.

Oddleifur segir í lokaorðum verkefnisins að ljóst sé að ýmsar forsendur til kornþurrkunar séu til staðar í Eyjafirði. Mismunur á flutningi korns að Syðra-Laugalandi samanborið til Húsavíkur sé 2,6 krónur á kílóið. Sé einungis miðað við flutningskostnað, þá væri hagkvæmara að reisa þurrkstöð í Eyjafirði í ljósi þess að kornrækt er umfangsmeiri þar en í Þingeyjarsveit.

Vissulega sé stærðarhagkvæmni að samnýta þurrkstöð við Húsavík og hún sé líklega vanmetin. Til standi að sú þurrkstöð nýti glatvarma, sem sé orka sem fari til spillis, og þurrki bæði korn og framleiði grasköggla. Oddleifur greinir nánar frá verkefninu í aðsendri grein á blaðsíðu 52 í þessu blaði.

Skylt efni: kornrækt | kornþurrkstöð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...