Krísa í kornframleiðslu
Búist er við töluverðum samdrætti í kornframleiðslu í Evrópu og voru áhyggjur þess efnis viðraðar á fundi Evrópuþingsins í nóvember.
Búist er við töluverðum samdrætti í kornframleiðslu í Evrópu og voru áhyggjur þess efnis viðraðar á fundi Evrópuþingsins í nóvember.
Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsvert minni í ár miðað við síðasta haust.
Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki síst fyrir tilstuðlan nýlegs ríkisstyrks sem á að renna stoðum undir kornrækt í landinu.
Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturlandi var veður mjög óhagstætt kornbændum, en á heildina litið virðist veður hafa verið ágætt í Eyjafirði og á Suðurlandi.
Lífrænt ræktaðar landbúnaðarvörur tengja flestir við hollan og góðan mat sem framleiddur er án eiturefna, notkunar erfðabreyttra plantna og tilbúins áburðar.
Úthlutun fyrsta fjárfestingastuðnings í kornrækt er gagnrýnd, m.a. fyrir að dreifa fjármagni of víða í stað þess að veita fullan styrk, 40% af heildarfjárfestingu, til eins eða tveggja sterkustu verkefnanna.
Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og kaupenda korns.
Ný kornyrki sem aðlöguð eru íslenskum aðstæðum verða þróuð á næstu árum með tilstuðlan verkefnis um kynbætur á byggi, hveiti og höfrum.
Sitjandi matvælaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt á árinu 2024. Slíkur stuðningur hefur ekki áður verið í boði af hendi stjórnvalda.
Nokkur samdráttur var í kornrækt árið 2023 miðað við árið á undan.
Glæný þurrkstöð á bænum Flatey á Mýrum í Hornafirði framleiddi um 500 tonn af þurru byggi í haust. Birgir Freyr Ragnarsson bústjóri segir stöðina vísi að fyrsta kornsamlagi landsins.
Í fjárlögum fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir 198 milljónum til stuðnings innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis. Bændur segja stuðninginn vera of lítinn í upphafi verkefnisins sem fram undan er.
Bændur eru flestir búnir eða langt komnir með þreskingu á byggi og öðru korni. Víðast hvar var uppskera góð þótt kalt og blautt vor hægði á vexti.
25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér kornþurrkstöð í firðinum ef hún yrði reist.
Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að drónar séu nýttir til ýmissa verka í landbúnaði í þeim tilgangi að spara tíma og vinnu ásamt því að auka sjálfvirkni.
Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja töluvert fjármagn inn í greinina hjálpað mikið til. Starfshópur á vegum matvælaráðuneytis framkvæmdi ítarlega úttekt á stöðu kornræktar á Íslandi sem leiddi til umbreytinga.
Útgáfa skýrslu starfshóps á vegum matvælaráðuneytisins, „Bleikir akrar – aðgerðaáætlun um aukna kornrækt“, sem kom út fyrr á árinu, hefur blásið lífi í kornrækt á Íslandi að nýju eftir mögur ár.
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að efla kornrækt verulega með allt að tveggja milljarða innspýtingu í atvinnugreinina á næstu fjórum árum.
Búist er við að uppskeruhorfur í kornræktinni séu ásættanlegar á landinu öllu.
Bændur á fimm bæjum á Vesturlandi hafa í sameiningu keypt kornþurrkstöðina í landi Hrossholts í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Greiddar hafa verið út fyrirframgreiðslur til umsækjenda um jarðræktarstyrki sem sáðu fyrir korni.
Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.
Með nýlegri skýrslu matvælaráðherra um aukna innlenda kornrækt sem bar yfirskriftina Bleikir akrar er boðuð stóraukin innlend kornrækt.
Á dögunum var hér á landi staddur Luis Segura, maltbyggsérfræðingur og fjárfestir, til að afhenda Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskólans byggyrki til prófunar. Markaði heimsóknin upphaf samstarfs hans og LbhÍ en markmið hans er að reisa hér á landi stærðarinnar malthús, verksmiðju sem maltar bygg til ölgerðar.
Undirbúningsfélög hafa verið mynduð meðal kornbænda í Borgarfirði og á Suðurlandi fyrir stofnun kornsamlaga á þessum svæðum.
Nýlega undirrituðu Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) og matvælaráðuneytið (MAR) samning um kynbætur á byggi fyrir íslenskar aðstæður.
Enginn tækjabúnaður er á Íslandi til að verka hafra til manneldis. Undanfarin ár hafa hafrar verið ræktaðir í talsverðu magni til þroska á Sandhóli í Meðallandinu. Senda hefur þurft uppskeruna með skipi til Jótlands í Danmörku til að láta verka þá og síðan til baka á Íslandsmarkað.
Tveimur milljörðum króna verður varið á næstu fjórum árum til að hrinda aðgerðaráætlun um aukna kornrækt í framkvæmd samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Kornrækt er ákjósanleg viðbót við landbúnað á Íslandi og flest bendir til þess að kornrækt geti verið ábatasöm atvinnugrein hér á landi. Hún getur aukið verðmætasköpun og styrkt atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum. Auk þess styður aukin framleiðsla á korni við fæðuöryggismarkmið stjórnvalda.
Starfshópur matvælaráðherra leggur til árlegan 500 milljón króna ríkisstuðning auk fjárúthlutunar í sérstakan þróunarsjóð í drögum sínum að aðgerðaráætlun til eflingar kornræktar. Lokaskýrsla hópsins verður afhentur ráðherra um þessi mánaðamót.
Í þessari grein verður fyrst og fremst fjallað um frostskemmdir sem urðu á kornökrum á Norðausturlandi sumarið 2022, en jafnframt komið með ábendingar um val á landi til að minnka líkur á slíkum skemmdum, þannig að gæði verði betri og jafnari en nú er ef auka á kornrækt hér á landi.
Helsti vaxtarbroddurinn í kornrækt til manneldis á Íslandi er hjá brugghúsinu Eimverki. Það hefur á undanförnum árum aukið umsvifin hratt og notar í dag 100 tonn af byggi í sína viskíframleiðslu, mest allt úr eigin ræktun á Íslandi. Nýlegir sölusamningar, meðal annars við stóra kínverska aðila, gera ráð fyrir að auka þurfi hráefnisframleiðsluna hra...
Miðað við áform um stækkun viskíframleiðslunnar hjá Eimverki, verður byggrækt á þess vegum hundraðföld að tíu árum liðnum. Í dag er framleitt úr 100 tonnum, úr eigin ræktun, en áætlað er að hráefnisþörfin verði komin í tíu þúsund tonn að tíu árum liðnum.
Afnema verður skerðingu jarðræktarstyrkja við tiltekin hektarafjölda eigi kornrækt að verða undirstöðuatvinnugrein í landbúnaði hér á landi. Tryggja verður hvata til að stækka umfang ræktunar þannig að framleiðsla verði í auknum mæli seld á markað.
Land til kornræktar á Íslandi var aukið um 12 prósent í ár miðað við umfangið á síðasta ári. Samþykktar jarðræktarumsóknir fyrir kornrækt árið 2022 voru fyrir rúmlega 3.450 hektara lands, miðað við 3.036 hektara árið 2021. Þá var kornuppskera alls um 9.500 tonn af þurru korni, sem er rúmlega tvö þúsund tonnum meira en á síðasta ári. Að meðaltali er...
Tómt mál er um að tala að efla kornrækt hér á landi ef engar plöntukynbætur eiga sér stað, segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson.
Undanfarna mánuði hefur umræða um fæðuöryggi tekið stakkaskiptum á Íslandi eins og annars staðar. Ástæðan er einföld, vegna innrásar Rússa í Úkraínu er fæðuöryggi heimsins ógnað.
Kornrækt á Íslandi hefur dregist saman síðustu ár eftir allhraðan vöxt á fyrsta áratug aldarinnar. Megnið af kornvöru er flutt inn til landsins, bæði til fóðurframleiðslu og manneldis, og eru birgðageymslur Íslendinga agnarsmáar. Þær geyma um 4-6 vikna lager og eru einkum í eigu fóðurframleiðenda.
Kári Gautason, sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá Bændasamtökum Íslands og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók sæti á Alþingi strax í byrjun þinghalds og hefur lagt fram sitt fyrsta þingmál; tillögu til þingsályktunar um eflingu kornræktar á Íslandi.
Ríkisstjórnar- og ráðherraskipti boða alltaf nýtt upphaf þótt margt fari öðruvísi en ætlað er áður en varir. Ný pólitísk forysta tekur við málaflokki landbúnaðarins í öðru ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Lyklaskipti voru í ráðuneytinu við Skúlagötu á mánudaginn, þar sem Svandís Svavarsdóttir tók við lyklavöldum af Kristjáni Þór Júlíussyni. Hún er ...
Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf í Eyjafirði og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands, hefur aldrei hefur fengið meiri kornuppskeru á hvern hektara en á þessu sumri. Hermann hefur því full tilefni til að brosa út í bæði með frá 6 og allt upp í 8 tonn af byggi á hvern hektara samanborið við 3,5 tonn að meðaltali í fyrra.
Einn atkvæðamesti framleiðandi á lífrænt vottaðri matvöru á Íslandi er Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, sem fagnar um þessar mundir að 25 ár eru frá því að framleiðsla þeirra og land fékk lífræna vottun.
Svínabúið í Laxárdal II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er stofnað af hjónunum Herði Harðarsyni og Maríu Guðnýju Guðnadóttur árið 1978. Byrjuðu þau með eina gyltu í gömlu hesthúsi, en búið stækkaði ört. Í dag reka þau þar félagsbú ásamt syni sínum, Björgvini Þór, og tengdadóttur, Petrínu Þórunni Jónsdóttur, auk barna þeirra. Stjórn búsins er nú í hönd...
Einn umsvifamesti kornræktandi landsins er svínabóndinn Björgvin Þór Harðarson í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á bökkum Stóru-Laxár. Hann og fjölskylda hans, sem stendur á bak við svínabúið, hefur á undanförnum árum markað sér heildstæða nálgun á búskapinn þar sem slagorðið er frá „akri í maga“.
Arctic Barley er nýtt íslenskt vörumerki en undir því er framleitt poppað byggkorn. Fljótlega eftir páska eru tvær byggblöndur væntanlegar í hillurnar í Hámu á Háskólatorgi Háskóla Íslands.
Það er ekki á hverju hausti sem íslenskt byggkorn er selt í stórum skömmtum til íslenskra fóðurframleiðenda enda nota ræktendur það fyrst og fremst fyrir eigin búskap. Nýverið gekk Lífland frá samningi um kaup á um 200 tonnum af íslensku gæðakorni frá svínabændunum í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
„Kornhorfur eru almennt góðar um allt land,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu.
Jónatan Hermannsson lét af störfum sem tilraunastjóri í jarðrækt á Korpu um síðustu áramót, eftir þrjátíu ára starfsferil þar meðal annars við korntilraunir og kynbætur. Að skilnaði skilaði hann af sér tveimur byggyrkjum, sem hann hefur þróað á undanförnum árum og bindur talsverðar vonir við.
Árni Bragason, doktor í jurtakynbótum, tók við stöðu landgræðslustjóra 1. maí síðastliðinn. Árni var áður forstjóri NordGen - Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar. Hann segir Landgræðsluna þurfa að búa sig undir loftslagsbreytingar og aukna akuryrkju í framtíðinni.
Hjónin Magnús Sigsteinsson á Blikastöðum, fyrrverandi búfræðiráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, og Marta Guðrún Sigurðardóttir komu á dögunum færandi hendi á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri.