48 bú fengu fyrir fram
Greiddar hafa verið út fyrirframgreiðslur til umsækjenda um jarðræktarstyrki sem sáðu fyrir korni.
Samtals fengu 48 bú fyrirframgreiðslu sem samanlagt eru með 1.048 hektara lands í kornrækt. Greiddar voru 9.946 kr. á hektara sem jafngildir 25% af jarðræktarstyrki árið 2022.
Næsta greiðsla vegna jarðræktarstyrkja verður greidd út í desember að lokinni úttekt á vegum búnaðarsambanda, að því er fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.
Uppskera er forsenda fyrir greiðslu jarðræktarstyrkja.