Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samanburður á kostnaðarsamsetningu á Íslandi og í samanburðarlöndum eins og hún kemur fram í skýrslunni. Þó svo ræktunarkostnaður sé ekki ósvipaður á Íslandi og í nágrannalöndunum er samsetning kostnaðar ólík. Munar þar um hve aðgangur að landi er hér góður og landleiga þar með lítill hluti kostnaðar. Vélakostnaður er mun hærri hér á landi, enda er umfang ræktunar minna og sennilega mun minni skilvirkni og afkastageta í þeim vélum sem hér eru notaðar vegna þess. Á móti kemur að kostnaður vegna varnarefna er mun minni hér á landi.
Samanburður á kostnaðarsamsetningu á Íslandi og í samanburðarlöndum eins og hún kemur fram í skýrslunni. Þó svo ræktunarkostnaður sé ekki ósvipaður á Íslandi og í nágrannalöndunum er samsetning kostnaðar ólík. Munar þar um hve aðgangur að landi er hér góður og landleiga þar með lítill hluti kostnaðar. Vélakostnaður er mun hærri hér á landi, enda er umfang ræktunar minna og sennilega mun minni skilvirkni og afkastageta í þeim vélum sem hér eru notaðar vegna þess. Á móti kemur að kostnaður vegna varnarefna er mun minni hér á landi.
Fréttir 13. mars 2023

Innlend kornrækt samkeppnishæf við erlenda framleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kornrækt er ákjósanleg viðbót við landbúnað á Íslandi og flest bendir til þess að kornrækt geti verið ábatasöm atvinnugrein hér á landi. Hún getur aukið verðmætasköpun og styrkt atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum. Auk þess styður aukin framleiðsla á korni við fæðuöryggismarkmið stjórnvalda.

Daði Már Kristófersson.

Þetta er meðal niðurstaðna Daða Más Kristóferssonar, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Hann greinir þjóðhagslega þætti kornræktar í lokaskýrslu starfshóps matvælaráðherra um eflingu kornræktar. Niðurstöður starfshópsins verða kynntar þann 15. mars næstkomandi.

Í kaflanum lagði Daði mat á samkeppnishæfni íslenskrar kornræktar hér miðað við framleiðslukostnað og tekjur í ríkjum sem núna framleiða korn sem notað er á Íslandi.

Í honum sést að kostnaður íslenskrar byggræktar miðað við meðaltal ólíkra búa í Evrópu er sambærilegur. Þó ræktunarkostnaður sé svipaður er samsetning kostnaðar harla ólík. Munar þar helst um hve aðgangur að landi er hér góður og landleiga því lítill hluti kostnaðar.

Vélakostnaður er aftur á móti mun hærri hér á landi enda umfang ræktunar minna sem skilar sér í minni skilvirkni og afkastagetu þeirra tækja sem eru í notkun. Dreifing meðaltekna eftir meðalstærð ræktunar sýnir að Ísland fellur nokkurn veginn í miðjuna í samanburði við Danmörk, Þýskaland, Svíþjóð, Finnland og Bretland.

Landauðlindir Íslands

Daði Már segist lengi hafa verið bjartsýnn fyrir hönd jarðræktar. Frá aldamótum hefur verð á matvælum hætt að lækka og verið á uppleið. Eftir því sem verðið hækkar þá eykst framleiðslan.

Stóri takmarkandi þáttur matvælaframleiðslu erlendis er landrými, en í Evrópu er landeigandi og sá sem nýtir landið til framleiðslu ekki sami aðilinn. Því fylgir að ef landbúnaðarframleiðsla verður ábatasöm hækka landeigendur leiguverð.

„Landverð hefur farið vaxandi víðast hvar, þar með talið á meginlandi Evrópu. Rannsóknir á íslenska landmarkaðinum sýna að sú þróun hefur ekki náð til Íslands,“ segir m.a. í kafla Daða Más.

Getur staðið undir sér

Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að kornrækt gæti með hagkvæmum hætti tekið yfir markaðinn fyrir korn á Íslandi til lengri tíma. Bent er á það í skýrslunni að kornræktin þyrfti ekki á auknum stuðningi að halda, en hann takmarkast nú við jarðræktarstuðning.

Ef aðeins er miðað við byggmarkaðinn þá er heildarverðmæti hans í dag um 600 milljónir króna. Miðað við forsendur sem settar eru fram í skýrslunni eru áætlaðar tekjur af þeirri framleiðslu samanlögðum launagreiðslum rúmlega 25 meðal kúabúa, eins og þau eru í landbúnaðarreikningum Hagstofu Íslands.

„Eins og fram kemur í annarri umfjöllun skýrslunnar má ætla að byggmarkaðurinn geti vaxið í um 30 þúsund tonn, sem mundi þýða þreföldun þessarar tölu. Aðrar korntegundir gætu einnig bæst við og stækkað það umfang enn frekar,“ segir jafnframt í skýrslunni.

Einnig er á það bent í skýrslunni að kornræktin sé plássfrek og því líkleg til að dreifast með svipuðum hætti og annar hefðbundinn landbúnaður. „Hún er þar með líklegri til þess að geta orðið stoð undir hagkerfi dreifðra byggða og valkostur í tilraunum stjórnvalda til þess að treysta þær stoðir án þess að krefjast nærri eins mikils stuðnings af hálfu hins opinbera,“ segir Daði Már Kristófersson í skýrslu um eflingu kornræktar sem kynnt verður í næstu viku hjá matvælaráðuneytinu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...