Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfshópurinn leggur til að flýta greiðslu vegna jarðræktar og landgreiðslna til 15. júní enda geti kostnaður bænda vegna jarðvinnslu, áburðar og sáðs verið íþyngjandi þegar uppskeru er ekki að vænta fyrr en að hausti.
Starfshópurinn leggur til að flýta greiðslu vegna jarðræktar og landgreiðslna til 15. júní enda geti kostnaður bænda vegna jarðvinnslu, áburðar og sáðs verið íþyngjandi þegar uppskeru er ekki að vænta fyrr en að hausti.
Mynd / ghp
Fréttir 16. desember 2022

Plöntukynbætur frumforsenda framleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Afnema verður skerðingu jarðræktarstyrkja við tiltekin hektarafjölda eigi kornrækt að verða undirstöðuatvinnugrein í landbúnaði hér á landi. Tryggja verður hvata til að stækka umfang ræktunar þannig að framleiðsla verði í auknum mæli seld á markað.

Helgi Eyleifur Þorvaldsson fer fyrir starfshópi um eflingu kornræktar.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem starfshópur um eflingu kornræktar skilaði til matvælaráðherra þann 1. desember síðastliðinn. Í 6. grein reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað er kveðið á um að jarðræktarstyrkir skerðist ef ræktað er á meira en 30 hektara landi.

Í stöðuskýrslunni bendir starfs- hópurinn á að fastur kostnaður lækki á hvern hektara eftir því sem umfang eykst, fyrst og fremst vegna betri nýtingar á lausafjármunum s.s. vélum og tækjum. Því er lagt til að afnema ákvæði um hámark hektara eða að hækka það umtalsvert.

Risaskref í átt að meiri kornrækt

Í skýrslunni segir enn fremur að plöntukynbætur séu frumforsenda eflingar kornframleiðslu á Íslandi.

Minnisblað þess efnis, undirritað af Ragnheiði Þórarinsdóttur, rektor LbhÍ, Jónínu Svavarsdóttur, umsjónarmanni jarðræktartilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Sæmundi Sveinssyni hjá Matís og Árna Bragasyni landgræðslustjóra, var skilað til matvælaráðherra þann 10. nóvember sl. Þar eru settar fram tillögur að stofnun og rekstrarfyrirkomulagi plöntukynbótamiðstöðvar sem sæi um plöntukynbætur í nánu samstarfi við Lantmännen í Svíþjóð, sem nýlega byggði eina fullkomnustu plöntukynbótamiðstöð í Evrópu.

„Þetta samstarf gæti verið risaskref í átt að meiri kornrækt á Íslandi,“ segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt hjá LbhÍ, en í minnisblaðinu er lagt til að hefja markvissar kynbætur á þremur tegundum af korni; byggi, hveiti og höfrum.

Fjárfestingastyrkir ofarlega á blaði

Starfshópurinn telur að kanna verði gerð á sérstökum rammasamningi um kornrækt og akuryrkju í endurskoðun búvörusamninga.

„Nauðsynlegt er að líta á kornrækt sem sjálfstæða búgrein og að tryggja henni stuðning,“ segir Helgi en hann fer fyrir starfshópnum.

Þó nákvæm útfærsla á tillögum hópsins sé ekki tilbúin segir hann líklegt að fjárfestingastyrkir til innviðauppbygginga verði ofarlega á blaði, s.s. styrkir til bygginga kornþurrkstöðva og kaups á þreskivélum og flutningatækjum.

Í 12. grein fyrrnefndrar reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað kemur fram að styrkir vegna jarðræktar, landgreiðslna og stuðnings vegna ágangs álfta og gæsa séu greiddar út í lok árs eftir að úttektir hafi sannarlega farið fram.

Starfshópurinn leggur til að flýta greiðslu vegna jarðræktar og landgreiðslna til 15. júní enda geti kostnaður bænda vegna jarðvinnslu, áburðar og sáðs verið íþyngjandi þegar uppskeru er ekki að vænta fyrr en að hausti. Telur starfshópurinn að sú aðgerð sé skilvirkasta leiðin til að ýta undir frekari kornrækt strax næsta vor.Starfshópurinn mun skila af sér fullmótuðum tillögum til matvælaráðherra í lokaskýrslu þann 1. mars næstkomandi.

Skylt efni: kornrækt | Plöntukynbætur

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...