Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Eiríkur Loftsson, ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Eiríkur Loftsson, ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. ágúst 2023

Kornið breytilegt eftir landshlutum

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Búist er við að uppskeruhorfur í kornræktinni séu ásættanlegar á landinu öllu.

„Kornrækt er stunduð í öllum landshlutum og hefur heldur verið að aukast undanfarin ár,“ segir Eiríkur Loftsson, ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Hann segir mest vera ræktað af byggi hérlendis. Í skýrslunni „Bleikir akrar“ – aðgerðaáætlun um aukna kornrækt er greint frá því að árið 2022 var 98% af kornframleiðslunni bygg. Það fullnægir um helmingi af innlendri eftirspurn en rúmlega 10.000 tonn af byggi er framleitt hjá bændum sem mest er notað til einkanota, sem fóður heima á bæjum.

Eiríkur segir að korn í Skagafirði líti betur út í ár en á sama tíma í fyrra en það vanti hins vegar fleiri sólardaga svo kornið nái að þroskast sæmilega.

„Kornið er breytilegt eftir landshlutum en einnig innan þeirra og fer að miklu leyti eftir því hvernig tókst til við sáningu í vor og tímasetningu hennar. Það korn sem sett var niður snemma lítur vel út, t.d. í Eyjafirði og Langadal, þar sem jarðvegur hjálpar einnig til með fljótan þroska. Hins vegar var í vor sums staðar á landinu bleyta og klaki í jarðvegi sem gerði mönnum erfitt fyrir við jarðvinnslu og seinkaði sáningum og sumir náðu ekki að sá því magni sem stóð til.“

Bændur hafa talað fyrir upptöku tryggingakerfis hérlendis líkt og þekkist erlendis. Eiríkur segist vera sammála þeim röddum og telur að slíkt kerfi væri til bóta.

„Ef það er alvara í því að gera kornrækt að atvinnugrein hérlendis þá vissulega þyrftu kornbændur að hafa einhvers konar tryggingu í bakhöndinni þegar náttúruöflin grípa inn í, því þetta getur orðið fjári mikið tjón,“ segir Eiríkur að lokum.

Skylt efni: kornrækt

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...