Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Fimm ára átak til eflingar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis er hafið.
Fimm ára átak til eflingar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis er hafið.
Mynd / HSH
Fréttir 9. febrúar 2024

Fjárfestingastuðningur í samráðsgátt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sitjandi matvælaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt á árinu 2024. Slíkur stuðningur hefur ekki áður verið í boði af hendi stjórnvalda.

Þann 30. nóvember lagði Katrín Jakobsdóttir, sem gegnir embætti matvælaráðherra um þessar mundir, fram í samráðsgátt drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt.

Stuðningnum er ætlað að efla uppbyggingu innviða í kornrækt og auka hagkvæmni í söfnun og vinnslu korns, að því er fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Stuðningurinn er veittur til fjárfestinga í kornþurrkun, sérhæfðum korngeymslum og flutningstækjum. Fjárfestingar í kornþurrkun og korngeymslum hafa þó forgang fram yfir fjárfestingar í flutningstækjum.

Samkvæmt drögunum eru skilyrði stuðnings að afkastageta kornþurrkunarstöðva sé að lágmarki 2.000 tonn á ári að framkvæmdum loknum. Kornræktarsvæði hafa forgang umfram svæði með lítilli eða engri kornrækt, fjárfesting með meiri afkastagetu hafa að jafnaði forgang umfram minni afkastagetu og félög framleiðenda hafa forgang umfram einstaklinga. Þá mun starfsemi sem nýtir endurnýjanlega orkugjafa hafa forgang umfram aðra.

Þá kemur fram í drögunum að stuðningur við hvern framleiðanda geti að hámarki numið 40% af heildarfjárfestingu. Við upphaf framkvæmdar fá styrkhafar 50% af samþykktri upphæð og 50% við skil á lokaskýrslu.

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins kemur fram að í ár hefjist fimm ára átak til eflingar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis. Byggir átakið á aðgerðaráætlun sem unnin var af starfshópi á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands og er nefnt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni, sem birtist í skýrslunni Bleikir akrar, eru settar fram 25 tillögur um kynbætur, stuðning, kornsamlög, búskaparhætti, tryggingar og varnir gegn fuglum.

Hægt er að senda inn umsögn um drögin í samráðsgátt til 13. febrúar nk. Matvælaráðuneytið mun auglýsa eftir umsóknum þegar reglugerðin hefur tekið gildi.

Skylt efni: kornrækt

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...