Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Fimm ára átak til eflingar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis er hafið.
Fimm ára átak til eflingar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis er hafið.
Mynd / HSH
Fréttir 9. febrúar 2024

Fjárfestingastuðningur í samráðsgátt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sitjandi matvælaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt á árinu 2024. Slíkur stuðningur hefur ekki áður verið í boði af hendi stjórnvalda.

Þann 30. nóvember lagði Katrín Jakobsdóttir, sem gegnir embætti matvælaráðherra um þessar mundir, fram í samráðsgátt drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt.

Stuðningnum er ætlað að efla uppbyggingu innviða í kornrækt og auka hagkvæmni í söfnun og vinnslu korns, að því er fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Stuðningurinn er veittur til fjárfestinga í kornþurrkun, sérhæfðum korngeymslum og flutningstækjum. Fjárfestingar í kornþurrkun og korngeymslum hafa þó forgang fram yfir fjárfestingar í flutningstækjum.

Samkvæmt drögunum eru skilyrði stuðnings að afkastageta kornþurrkunarstöðva sé að lágmarki 2.000 tonn á ári að framkvæmdum loknum. Kornræktarsvæði hafa forgang umfram svæði með lítilli eða engri kornrækt, fjárfesting með meiri afkastagetu hafa að jafnaði forgang umfram minni afkastagetu og félög framleiðenda hafa forgang umfram einstaklinga. Þá mun starfsemi sem nýtir endurnýjanlega orkugjafa hafa forgang umfram aðra.

Þá kemur fram í drögunum að stuðningur við hvern framleiðanda geti að hámarki numið 40% af heildarfjárfestingu. Við upphaf framkvæmdar fá styrkhafar 50% af samþykktri upphæð og 50% við skil á lokaskýrslu.

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins kemur fram að í ár hefjist fimm ára átak til eflingar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis. Byggir átakið á aðgerðaráætlun sem unnin var af starfshópi á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands og er nefnt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni, sem birtist í skýrslunni Bleikir akrar, eru settar fram 25 tillögur um kynbætur, stuðning, kornsamlög, búskaparhætti, tryggingar og varnir gegn fuglum.

Hægt er að senda inn umsögn um drögin í samráðsgátt til 13. febrúar nk. Matvælaráðuneytið mun auglýsa eftir umsóknum þegar reglugerðin hefur tekið gildi.

Skylt efni: kornrækt

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...