Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tveimur milljörðum króna varið í kornrækt
Fréttir 4. apríl 2023

Tveimur milljörðum króna varið í kornrækt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tveimur milljörðum króna verður varið á næstu fjórum árum til að hrinda aðgerðaráætlun um aukna kornrækt í framkvæmd samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Er það í takt við tillögur starfshóps matvælaráðherra frá Landbúnaðarháskólanum sem lagði meðal annars til árlega 500 milljóna króna úthlutun í framleiðslu- og fjárfestingastuðning til eflingar kornræktar. Samkvæmt markmiðum fjármálaáætlunarinnar verður miðað við að framleitt verði bygg á 7.000 hektara lands árið 2028. Í dag er flatarmál ræktarlands 3.156 hektarar.

„Þetta eru afar ánægjulegar fréttir og frábært að heyra að vinnan skili sér alla leið en endi ekki ofan í skúffu. Mér er sagt að það sé mjög langt síðan viðlíka upphæð hafi verið sett í landbúnaðarmál að frumkvæði stjórnvalda sem ekki er ætluð til að slökkva elda heldur sækja fram á ný mið. Mér finnst þetta kristalla meðbyr með íslenskum landbúnaði ogaðnúsélagaðsækjaframí matvælaframleiðslu á breiðari grunni. Svandís og starfsfólk matvælaráðuneytisins sýndi fagmennsku í kringum þessa vinnu og eiga heiður skilið fyrir það,“ segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjunkt og brautarstjóri búfræðibrautar hjá LbhÍ, en hann fór fyrir starfshópnum.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði á Búnaðarþingi að aðgerðaráætlunin sé metnaðarfull en raunhæf sóknaráætlun. „Áætlun um það hvernig íslenskur landbúnaður geti á þessari öld brauðfætt þjóðina í orðsins fyllstu merkingu. Við vitum að það tekur tíma að byggja þessa grein upp þar sem innviði skortir. Við munum ekki fá íslenskt bökunarhveiti í búðir næsta haust, en við munum komast þangað.“

Pálminn í höndum bænda

Nú þegar fjármagn hefur verið tryggt segir Helgi Eyleifur að gera þurfi samning um plöntukynbætur svo vinna geti hafist af fullum þunga, en fyrir liggur boð sænska landbúnaðarsamvinnufélagsins Lantmännen um samstarf við að innleiða erfðamengjaúrval.

„Í öðru lagi þurfa bændur nú að sameinast um rekstur þurrkstöðva, leggja til hlutafé og sækja um mótframlag til að reisa nýjar eða stækka nothæfar stöðvar, fjárfesta í flutningavögnum og eftir atvikum þreskivélum. Í framhaldinu geta bændur aukið við ræktun korns og fengið greiddan framleiðslutengdan stuðning. Pálminn verður fljótlega í höndum bænda og því er brýnt að þeir komi sér saman og búi til sínar áætlanir. Í þeim áætlunum er nauðsynlegt að horfa fram á veginn í uppbyggingu og ráðgera stækkun í áföngum, horfa til 5, 10, 20 og 30 ára. Okkar mat er að það sé mikilvægt að við sjáum færri en stærri stöðvar í framtíðinni,“ segir Helgi Eyleifur.

Þá þurfi að skrifa góðar ræktunar- leiðbeiningar til bænda sem fyrst. „Í framhaldinu mætti svo halda áfram að vinna að þeim tillögum sem við í starfshópnum lögðum til en þær eru þrjátíu talsins og allar mikilvægir liðir í því að aðgerðaáætlunin takist að okkar mati. Væntanlega mun matvælaráðuneytið leiða næstu skref.“

Reisir haframyllu á Suðurlandi

Örn Karlsson, kornræktandi á Sandhóli, stefnir að því að byggja haframyllu á Suðurlandi og leitar nú tilboða hjá framleiðendum í Finnlandi.

Slíkur tækjabúnaður hefur ekki verið til hér á landi og því hefur þurft að verka íslenska hafrauppskeru í Danmörku.

Mun væntanleg mylla geta afkastað 150–300 tonnum á klukkustund en Sandhólsbændur hafa framleitt um 200 tonn á ári, sem fer að mestu til framleiðslu á tröllhöfrum og haframjöli.

„Bændur vilja auðvitað bara hafa virkan markað og með tilkomu svona myllu til landsins – og svo betri stuðningi stjórnvalda – þá opnast tækifæri fyrir fleiri. Svo held ég að besta stuðningsfyrirkomulagið við þessa grein til uppbyggingar sé að koma á fjárfestingastyrkjum. Ekki að bæta við jarðræktarstyrkina, eða að styrkja land, heldur til uppbyggingar að megninu til,“ er haft eftir Erni í blaðinu.

Sjá nánar á bls. 8 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...