Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fréttir 12. júní 2017
Höfundur: smh
Jónatan Hermannsson lét af störfum sem tilraunastjóri í jarðrækt á Korpu um síðustu áramót, eftir þrjátíu ára starfsferil þar meðal annars við korntilraunir og kynbætur. Að skilnaði skilaði hann af sér tveimur byggyrkjum, sem hann hefur þróað á undanförnum árum og bindur talsverðar vonir við.
Yrkin hafa fengið nöfnin Smyrill og Valur, en áður hefur kynbótastarfið á Korpu skilað af sér fjórum yrkjum; Skeglu, Kríu, Lómi og Skúmi.
„Nýju yrkin eru því miður ekki komin á markað enn, þau eru enn í svokölluðu DUS-prófi, sem sannreyna skal að þau séu ólík öðrum yrkjum, einsleit og stöðug,“ segir Jónatan. „Þetta eitt og sér ætti ekki að koma í veg fyrir innflutning, en hitt er það, að við höfum ekki fengið nógu hraða fjölgun á þeim í Svíþjóð, akurlendi hjá kynbótafyrirtækinu virðist takmarkað.
Nöfnin á nýju yrkjunum verða með Is fyrir framan í útlendu útgáfunni. Þau eru hálfsystkin, eiga bæði Skúm sem annað foreldri. Á móti honum eru norsku yrkin sem best reyndust hér á fyrsta áratugi aldarinnar. Þar er um að ræða Arve, Olsok, Lavrans og Tiril. Ekki er gott að vita hver er mótparturinn móti Skúmi í hvoru tilviki, því að víxlunum var í upphafi slegið saman,“ útskýrir Jónatan.
Sexraða og fljótþroska
„Þessi yrki eru bæði sexraða og einkennast af fljótum þroska og eru líka á toppnum í uppskeru. Að ná saman fljótum þroska og svo góðri uppskeru hefur ekki tekist til fullnustu fyrr.
Yrkin bæði eru af sömu hæð og erlend sexraðayrki og virðast gefa hálm í svipuðu magni. Strástyrkur virðist góður, það er legu hefur ekki orðið vart í þeim í tilraunum og ekki hefur heldur blásið úr axi. Þó er ekki hægt að segja að það sé fullreynt. Von er til að sáðkorn fáist til landsins vorið 2019, því miður ekki fyrr,“ segir Jónatan.
Fréttir 21. nóvember 2024
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...
Fréttir 21. nóvember 2024
Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...
Fréttir 21. nóvember 2024
Undanþágan dæmd ólögmæt
Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...
Fréttir 19. nóvember 2024
Pólar hestar fyrirtæki ársins
Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...
Fréttir 18. nóvember 2024
Byggja stóra íþróttamiðstöð
Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...
Fréttir 15. nóvember 2024
Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...
Fréttir 15. nóvember 2024
Nýjar höfuðstöðvar
Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...
Fréttir 15. nóvember 2024
Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...
21. nóvember 2024
Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
20. nóvember 2024
Peysan Björk
21. nóvember 2024
Undanþágan dæmd ólögmæt
20. nóvember 2024
Af virðingu við landið
20. nóvember 2024