Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast í Svarfaðardal. Nú ætti umfang kalsins að vera komið í ljós, en öll viðbrögð hafa tafist vegna hrets sem kom í byrjun júní. Gróður í túnum er lifandi yfir veturinn en undir loftþéttum klaka getur hann kafnað og drepist.