Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Mynd / smh
Fréttir 6. janúar 2022

Búið að borga út jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur borgað út jarðræktarstyrki og landgreiðslur fyrir síðasta ár. Að þessu sinni er greitt út á 90.772 hektara samtals, en árið 2020 var greitt út á 91.469 hektara.

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru landgreiðslur greiddar út á 79.869 hektara á síðasta ári (35.860 spildna) en árið 2020 var greitt út á 78.628 hektara. Jarðræktarstyrkir voru nú veittir vegna 10.903 hektara (4.634 ræktunarspildur) en voru 12.841 hektari árið 2020.

Alls voru 1.518 umsóknir samþykktar fyrir síðasta ár en voru 1.549 árið 2020.

Umsækjendur hafa fengið rafrænt bréf í jarðabók Afurðar með upplýsingum um úthlutunina, sem einnig eru aðgengilegar í stafrænu pósthólfi stjórnvalda á vefnum island.is.

Útreikningur byggir á upplýsingum úr Jörð

„Útreikningur um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is, sem svo aftur byggir á landupplýsingagrunni túnkorta. Úttektarmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sjá um úttektir í samræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði nr 430/2021.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara (ha.) sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha. sem sótt er um stuðning fyrir. Fullur jarðræktarstyrkur er veittur fyrir ræktun upp að 30 ha. en hlutfallast skv. töflu í 7. gr. reglugerðar nr. 430/2021,“ segir á vef ráðuneytisins.

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.