Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Höfundur: Sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup í Hólastifti

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýmsu heiti og flest þeirra eru tengd erlendum hefðum og venjum.

Sr. Gísli Gunnarsson.

Aðrir hafa fylgt þjóðinni um aldir og er Gvendardagur einn af þeim. Gvendardagur er 16. mars, en þann dag árið 1237 lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup. Guðmundur var fæddur árið 1161, hlaut biskupsvígslu í Niðarósi og varð biskup á Hólum árið 1203. Mun Kolbeinn Tumason, höfðingi á Víðimýri, hafa ráðið þar miklu um, en Guðmundur var þar staðarprestur. Lentu þeir síðar í harðvítugum deilum og féll Kolbeinn í Víðinesbardaga árið 1208. Eftir hann er sálmurinn kunni „Heyr himnasmiður“, sem er elsti sálmur í sálmabók á Norðurlöndum.

Deilur Guðmundar við norðlenska höfðingja voru ekki síst vegna þess að þeim þótti hann fara ógætilega með fé stólsins. Reyndist hann fátækum vel og fékk viðurnefnið góði af þeim sökum og oft var hann flæmdur af Hólastað. Hann fór víða um land og eyjar og eru örnefni tengd nafni hans algeng enn í dag, t.d. Gvendarbrunnar. Guðmundur var talinn heilagur maður og vinsæll af alþýðu. Auðun biskup rauði hafði forgöngu um að bein Guðmundar voru tekin úr jörðu og skrínlögð á Hólum árið 1315 og eftir það festist dánardagur hans í sessi. Heimildir herma að hygla hafi átt fátækum sérstaklega á þessum degi og gefa hafi átt bæjarhröfnunum betur en alla jafnan. Einnig eru heimildir fyrir veðrabrigðum á messudegi Guðmundar góða og flestir töldu til hins verra, ekki síst ef veður var gott á Gvendardegi. Lengst virðist hafa verið haldið upp á daginn á Vestfjörðum, eða fram um aldamótin 1900.

Á Hólum í Hjaltadal er enn haldið upp á dag Guðmundar góða. Ef ekki hentar að gera það á Gvendardaginn sjálfan, þá í námunda við hann og að þessu sinni verður dagskrá á Hólum laugardaginn 22. mars kl. 16.00. Eftir helgistund í Hóladómkirkju mun rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir flytja erindi um tengsl Kelta og Íslendinga fyrr á öldum, m.a. frásagnir af Kólumba, trúboðsdýrlingi Skotlands. (Heimild: Saga daganna 1993, höf. Árni Björnsson.)

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?
Lesendarýni 12. mars 2025

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?

Í þessari grein er fjallað um blöndun á eldislaxi við villtan lax sem gerist þeg...

Kýrlaus varla bjargast bær
Lesendarýni 12. mars 2025

Kýrlaus varla bjargast bær

Í síðasta Bændablaði birtu Baldur Helgi Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson ág...

Um áveitur og endurheimt mýra
Lesendarýni 11. mars 2025

Um áveitur og endurheimt mýra

Nýverið gekk ég yfir götuna á Hvanneyri og heimsótti Bjarna Guðmundsson, fyrrver...

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað
Lesendarýni 10. mars 2025

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað

Fyrsta kjördæmavika á nýju kjörtímabili er nýliðin. Við í Viðreisn ákváðum að ha...

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
Lesendarýni 28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Í fyrri grein undirritaðs í blaðinu frá 19. des. sl. „Loftslagsmál og orka“ er f...