Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Höfundur: Sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup í Hólastifti

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýmsu heiti og flest þeirra eru tengd erlendum hefðum og venjum.

Sr. Gísli Gunnarsson.

Aðrir hafa fylgt þjóðinni um aldir og er Gvendardagur einn af þeim. Gvendardagur er 16. mars, en þann dag árið 1237 lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup. Guðmundur var fæddur árið 1161, hlaut biskupsvígslu í Niðarósi og varð biskup á Hólum árið 1203. Mun Kolbeinn Tumason, höfðingi á Víðimýri, hafa ráðið þar miklu um, en Guðmundur var þar staðarprestur. Lentu þeir síðar í harðvítugum deilum og féll Kolbeinn í Víðinesbardaga árið 1208. Eftir hann er sálmurinn kunni „Heyr himnasmiður“, sem er elsti sálmur í sálmabók á Norðurlöndum.

Deilur Guðmundar við norðlenska höfðingja voru ekki síst vegna þess að þeim þótti hann fara ógætilega með fé stólsins. Reyndist hann fátækum vel og fékk viðurnefnið góði af þeim sökum og oft var hann flæmdur af Hólastað. Hann fór víða um land og eyjar og eru örnefni tengd nafni hans algeng enn í dag, t.d. Gvendarbrunnar. Guðmundur var talinn heilagur maður og vinsæll af alþýðu. Auðun biskup rauði hafði forgöngu um að bein Guðmundar voru tekin úr jörðu og skrínlögð á Hólum árið 1315 og eftir það festist dánardagur hans í sessi. Heimildir herma að hygla hafi átt fátækum sérstaklega á þessum degi og gefa hafi átt bæjarhröfnunum betur en alla jafnan. Einnig eru heimildir fyrir veðrabrigðum á messudegi Guðmundar góða og flestir töldu til hins verra, ekki síst ef veður var gott á Gvendardegi. Lengst virðist hafa verið haldið upp á daginn á Vestfjörðum, eða fram um aldamótin 1900.

Á Hólum í Hjaltadal er enn haldið upp á dag Guðmundar góða. Ef ekki hentar að gera það á Gvendardaginn sjálfan, þá í námunda við hann og að þessu sinni verður dagskrá á Hólum laugardaginn 22. mars kl. 16.00. Eftir helgistund í Hóladómkirkju mun rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir flytja erindi um tengsl Kelta og Íslendinga fyrr á öldum, m.a. frásagnir af Kólumba, trúboðsdýrlingi Skotlands. (Heimild: Saga daganna 1993, höf. Árni Björnsson.)

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?
Lesendarýni 15. apríl 2025

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?

Á árunum 2021 til 2025 hækkaði matvælaverð í Evrópu víða verulega.

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu
Lesendarýni 14. apríl 2025

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu

Í kjölfar umræðu um innflutning á erlendu kúakyni til mjólkurfram - leiðslu vill...

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...