Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fréttir 5. október 2017
Höfundur: smh
„Kornhorfur eru almennt góðar um allt land,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu.
„Þetta er sérstakt því oft vill verða lakari uppskera í sumum landshlutum þegar hún er góð annars staðar. Byggið hefur þornað vel í vel flestum ökrum, en miklar rigningar norðanlands snemma í sumar virðast hafa skolað út áburði í mörgum ökrum,“ segir Hrannar Smári.
Samtals 768 tilraunareitir á átta stöðum
„Þetta er síðasta árið í fimm ára átaksverkefni í byggkynbótum sem styrkt er af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Verkefnið hefur leitt af sér nokkur nemendaverkefni og vísindagreinar sem og fjölda kynbótalína sem Jónatan Hermannsson skildi eftir sig þegar hann fór á eftirlaun,“ segir Hrannar Smári, sem tók við stöðunni af Jónatan seint á síðasta ári. „Það er ætlunin að prófa þær sem víðast í samanburði við þau yrki sem þegar eru á markaði. Með því að prófa á svo mörgum stöðum er hægt að sjá hvaða yrki eru best hvar og hvort um samspil erfða og umhverfis sé að ræða. En nú eru 32 yrki og línur í prófunum í þremur endurtekningum á átta stöðum um allt land, samtals 768 tilraunareitir.“
Byggtilraun í Vopnafirði í fyrsta sinn
„Byggyrkjatilraunir fara fram á fleiri stöðum í ár en á undanförnum árum,“ segir Hrannar Smári. „Við erum með tilraunir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, Gunnarsholti, Hvanneyri, Vindaheimum í Skagafirði, Möðruvöllum í Hörgárdal, Hálsi í Kaldakinn, Engihlíð í Vopnafirði og Hoffelli í Hornafirði. Allt er þetta unnið í góðu samstarfi við bændur.
Undanfarin ár hafa tilraunir farið fram á Þorvaldseyri, Vindheimum, Möðruvöllum og Korpu, en var bætt við fleiri stöðum og Korpa er ekki með. Aldrei fyrr en nú hefur farið fram byggtilraun í Vopnafirði.“
Hálmurinn líka til athugunar
Hrannar Smári segir að í ár sé hálmurinn vigtaður og hæð hans mæld, en mikill breytileiki er að hans sögn á hálmmagni milli yrkja. „Það er alls ekki víst að hæðin sé besti mælikvarðinn á magnið, en það á eftir að koma í ljós.
Frumniðurstöður þessara tilrauna verða birtar í jarðræktarskýrslu eins og undanfarin ár en ítarlegri greining í vísindagrein síðar,“ segir Hrannar Smári.
Fréttir 23. desember 2024
Lækkað áburðarverð
Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.
Fréttir 23. desember 2024
Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...
Fréttir 20. desember 2024
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...
Fréttir 20. desember 2024
Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...
Fréttir 20. desember 2024
Vænlegt lífgas- og áburðarver
Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...
Fréttir 19. desember 2024
Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...
Fréttir 19. desember 2024
Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...
Fréttir 19. desember 2024
Bjart er yfir Miðfirði
Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...
23. desember 2024
Hvernig kom haustið út?
23. desember 2024
Gleðileg rauð slaufa
23. desember 2024
Ólafur Stephensen, gæðaskinn og jólatré
20. desember 2024
Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
23. desember 2024