Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í tilraunareitnum á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í tilraunareitnum á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Mynd / Magnus Göransson
Fréttir 5. október 2017

Góðar uppskeruhorfur um allt land

Höfundur: smh
„Kornhorfur eru almennt góðar um allt land,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu.
 
„Þetta er sérstakt því oft vill verða lakari uppskera í sumum landshlutum þegar hún er góð annars staðar. Byggið hefur þornað vel í vel flestum ökrum, en miklar rigningar norðanlands snemma í sumar virðast hafa skolað út áburði í mörgum ökrum,“ segir Hrannar Smári.
 
Samtals 768 tilraunareitir á átta stöðum
 
„Þetta er síðasta árið í fimm ára átaksverkefni í byggkynbótum sem styrkt er af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Verkefnið hefur leitt af sér nokkur nemendaverkefni og vísindagreinar sem og fjölda kynbótalína sem Jónatan Hermannsson skildi eftir sig þegar hann fór á eftirlaun,“ segir Hrannar Smári, sem tók við stöðunni af Jónatan seint á síðasta ári. „Það er ætlunin að prófa þær sem víðast í samanburði við þau yrki sem þegar eru á markaði. Með því að prófa á svo mörgum stöðum er hægt að sjá hvaða yrki eru best hvar og hvort um samspil erfða og umhverfis sé að ræða. En nú eru 32 yrki og línur í prófunum í þremur endurtekningum á átta stöðum um allt land, samtals 768 tilraunareitir.“
 
Byggtilraun í Vopnafirði í fyrsta sinn
 
„Byggyrkjatilraunir fara fram á fleiri stöðum í ár en á undanförnum árum,“ segir Hrannar Smári. „Við erum með tilraunir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, Gunnarsholti, Hvanneyri, Vindaheimum í Skagafirði, Möðruvöllum í Hörgárdal, Hálsi í Kaldakinn, Engihlíð í Vopnafirði og Hoffelli í Hornafirði. Allt er þetta unnið í góðu samstarfi við bændur.
 
Undanfarin ár hafa tilraunir farið fram á Þorvaldseyri, Vindheimum, Möðruvöllum og Korpu, en var bætt við fleiri stöðum og Korpa er ekki með. Aldrei fyrr en nú hefur farið fram byggtilraun í Vopnafirði.“
 
Hálmurinn líka til athugunar
 
Hrannar Smári segir að í ár sé hálmurinn vigtaður og hæð hans mæld, en mikill breytileiki er að hans sögn á hálmmagni milli yrkja. „Það er alls ekki víst að hæðin sé besti mælikvarðinn á magnið, en það á eftir að koma í ljós.
 
Frumniðurstöður þessara tilrauna verða birtar í jarðræktarskýrslu eins og undanfarin ár en ítarlegri greining í vísindagrein síðar,“ segir Hrannar Smári.
 

Skylt efni: kornrækt | byggrækt | jarðrækt

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...