Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þórey Gylfadóttir, jarðræktarráðunautur RML
Þórey Gylfadóttir, jarðræktarráðunautur RML
Lesendarýni 21. júní 2022

Að sveifla haka

Höfundur: Þórey Gylfadóttir, jarðræktarráðunautur

Nú er vorið liðið og næsta árstíð tekin við. Fræ komið í jörð þar sem það á að fara og biðinni eftir fyrstu blöðunum víða lokið.

Áhyggjur af því hvernig veðrið muni leika þetta græna ekki liðnar hjá, og gera það sennilega aldrei, taka sér kannski hvíld annað slagið en koma svo fílefldar til baka. En það er með þetta sem maður getur ekki breytt, veðrið og allt það. En svo er það hitt sem maður getur breytt og það er ansi margt.

Jarðrækt er margslungin, enda spila þar saman fjöldamargir þættir og það þarf að huga að lifandi og dauðum hlutum, sýnilegum sem ósýnilegum og svo þessu sem maður ekki stjórnar. Allt þarf svo að setja í samhengi við tímann, hvað var og hvað verður.

Mikilvægi jarðvegs og með­höndlunar hans er stór þáttur í allri jarðrækt. Kannski er okkur tamara að hugsa um það sem við handleikum og sjáum svo sem fræ, áburð og uppskeruna en ekki má vanmeta mikilvægi jarðvegsins. Það er efniviðurinn sem stjórnar aðgengi næringarefna, miðlun vatns, rótarfestu og vexti plantna svo eitthvað sé nefnt. Því er mjög mikilvægt að gleyma ekki, eða vanmeta, það lífríki sem er neðan svarðar. Vitum við sýrustig (pH) jarðvegsins, gætum við að jarðvegsþjöppun, hvernig er framræsla, pössum við upp á næringarefni og lífræn efni sem eru í jarðvegi, stundum við sáðskipti? Allt skiptir þetta miklu máli þegar kemur að því að viðhalda frjósemi jarðvegs sem er lykilatriði í allri ræktun.

Jarðvegurinn sem höfuðþáttur

Jarðvegurinn er jafn mikilvægur, og lifandi, eins og skepnurnar sem við venjulega flokkum búgreinarnar eftir. Þannig þurfum við að horfa á hann og huga að allri meðhöndlun hans með sambærilegum hætti og við höfum tamið okkur varðandi aðrar búgreinar í landbúnaði. Það er jafn mikilvægt að næra og hlúa að jarðvegi eins og skepnunum sjálfum og til að geta gert það þarf að vita um ástandið og gera áætlanir hvernig á að breyta og bæta, þegar og ef þess þarf með. Hvað er sýrustigið, hvað er æskilegt að það sé og hvað þarf að gera til að laga það? Er sjáanleg jarðvegþjöppun, hvað er hægt að gera í því og hvernig má fyrirbyggja hana eða minnka? Er framræslu ábótavant, hverjar geta verið afleiðingar af því og hvernig má bæta hana? Eru næringarefni og/ eða lífrænt efni að tapast, hvernig komum við í veg fyrir hugsanlegt tap? Er þörf á að hvíla land, hver er ávinningur af sáðskiptum?

En það er sama hvort verið er að vinna land, sá í það, bera á lífrænan eða tilbúinn áburð eða hvað annað sem gert er við ræktun landsins, við þurfum að muna að það er besta mjólkurkýrin okkar.

Vitum, greinum, gerum

En hvar á að byrja? Jú, við þurfum alltaf að byrja á því að vita hver staðan er, svo tökum við meðvitaðar ákvarðanir um framhaldið í þá átt sem við viljum fara. Það eru ekki allir á sömu leið og því er ekkert eitt svar rétt fyrir alla. Ræktunarsagan er dýrmæt og með vönduðum skráningum höldum við utan um hana, ekki má vanmeta þann þátt.

Sprotinn er almenn jarð­ræktarráðgjöf í boði hjá RML. Hægt er að aðlaga ráðgjöfina að þörfum hvers og eins og áhersluatriði geta verið breytileg. Nánari upplýsingar má finna á heimsíðu RML eða hjá undirritaðri.

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...