Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Kalt og blautt vor varð til þess að margir kornbændur ákváðu að sá ekki í kornakra sína.
Kalt og blautt vor varð til þess að margir kornbændur ákváðu að sá ekki í kornakra sína.
Mynd / smh
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsvert minni í ár miðað við síðasta haust.

Kornræktendum heldur áfram að fækka og voru 13 færri nú í ár en í fyrra. Að meðaltali var uppskera um 2,2 tonn af þurru korni á hvern hektara.

Að sögn Borgars Páls Bragasonar, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, er samdrátturinn um 3.000 tonn, og þó ekki sé um alveg endanlegar tölur að ræða gefi þær mjög sterkar vísbendingar um niðurstöðurnar. „Það vantar enn tölur inn í þetta sem breytir þó ekki heildarmyndinni,“ segir hann.

Óvenjumikið slegið sem grænfóður

Spurður um ástæður þess að kornræktendum haldi áfram að fækka, í því ljósi að stjórnvöld séu byrjuð á að skapa skilyrði fyrir aukinni kornrækt, segir Borgar að árferðið ráði sennilega mestu um það og um langtímaverkefni sé að ræða.

„Það hefðu trúlega fleiri sáð korni í vor ef það hefði ekki verið svona kalt og blautt, einkum á Suður- og Vesturlandi, og Norðanlands var víða ekki hægt að komast um til að sá korni. Veðurfarslega þá var þetta mjög vont kornræktarár og uppskerutölurnar bera vott um það. Óvenjumargir kornakrar voru til dæmis slegnir sem grænfóður því fyrirséð var að kornið myndi ekki ná þroska.“

Gæðum veðurfarsins misskipt

Í umfjöllun Bændablaðsins í september kom fram að tíðarfar hafi almennt verið mjög óhagstætt á Norðvesturlandi og Vesturlandi. En til dæmis í Eyjafirði og á Suðurlandi hafi sums staðar verið mjög óhagstæð veðurskilyrði en annars staðar á þessum landsvæðum alveg ákjósanleg. /smh

Skylt efni: Korn | kornrækt | kornuppskera

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...