Lök kornuppskera á landinu
Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsvert minni í ár miðað við síðasta haust.
Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsvert minni í ár miðað við síðasta haust.
Matvælaiðnaður hér á landi hefur ekki hagnýtt heilkorn eins og vert væri að mati Ólafs Reykdal, verkefnastjóra hjá Matís.
Í þessari grein verður fyrst og fremst fjallað um frostskemmdir sem urðu á kornökrum á Norðausturlandi sumarið 2022, en jafnframt komið með ábendingar um val á landi til að minnka líkur á slíkum skemmdum, þannig að gæði verði betri og jafnari en nú er ef auka á kornrækt hér á landi.
Í kringum 450.000 tonn af úkraínsku korni eru flutt landleiðina í gegnum Pólland í hverjum mánuði, sem er 50% aukning samanborið við mitt þetta ár.
Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum standa um tíu tonn af heilum, óvölsuðum höfrum inni í kornþurrkstöðinni við bæinn. Ekki er hægt að vinna þá á Íslandi í neysluvænt form, sem haframjöl eða tröllhafra, vegna þess að nauðsynlegur tækjabúnaður er ekki til í landinu.
Stöðuleysi kornræktar innan landbúnaðar- og framleiðslukerfisins samhliða hvetjandi þverpólitískri samstöðu um eflingu greinarinnar er ein undarlegasta mótsögn á Íslandi í dag. Þessa dagana er unnið að því að teikna upp stefnu og aðgerðir svo búgreinin geti fest rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein sem treystir fæðuöryggi ...
Mikið tjón varð á kornökrum norðan heiða í hvassviðrinu sem gekk yfir landið á dögunum, það á við um Eyjafjörð og Suður- Þingeyjarsýslu þar sem tjón gæti numið tugum milljóna þegar upp er staðið.
Kornrækt á Íslandi er ekki bara möguleg heldur æskileg og nauðsynleg. En það er gömul saga og ný að með skjólbeltum eykst uppskera korns, gæði þess og öryggi í ræktun. Þetta hafa erlendar jafnt og innlendar rannsóknir sýnt. Skjólbelti geta að sama skapi minnkað ágang álfta og gæsa.
Mikil bjartsýni ríkir um framtíð kornræktar hér á landi og segja þeir sem til þekkja ekkert því til fyrirstöðu að tvöfalda ræktunina á næstu árum, bæði til fóðurframleiðslu og manneldis. Auk þess sem hálmur er vannýttur.
Landbúnaðarstofnuninni í Noregi (n. Landbruksdirektoratet) var falið af landbúnaðar- og matvælaráðuneytinu þar í landi að kanna fýsileika þess að hið opinbera kæmi sér upp korngeymslum sem hægt væri að sækja í ef innflutningur á korni stöðvast.
Í kjölfar árásar Rússlands á Úkraínu rauk heimsmarkaðsverð á korni upp og náði t.d. verð á einu tonni af hveiti upp í 435 evrur, sem gera um 60.000 íslenskar krónur.
Fyrir framan verslun SS á Hvolsvelli á vegum búvörudeildar SS má nú sjá 36 tilraunareiti sem sýna áhrif mismunandi áburðarskammta á korn og hafra.
Hveiti er ræktað hér á landi í fáum hekturum. En talsverðir möguleikar eru á ræktun þess hér á landi og kornið getur verið mikils virði í fóðureiningum fyrir ýmsar skepnur, svo ekki sé minnst á mögulegan virðisauka til manneldis.
Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Eggert Ólafsson, bændur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, segja ræktun á repju og korni hafa gengið mjög vel í sumar. Þeir hófu þreskingu á repju í þurrki og góðu veðri 27. ágúst. Síðan kom smá stopp vegna rigningar en 4. og 5. september létti til og var þá hægt að halda áfram og í bygginu líka.
Arctic Barley er nýtt íslenskt vörumerki en undir því er framleitt poppað byggkorn. Fljótlega eftir páska eru tvær byggblöndur væntanlegar í hillurnar í Hámu á Háskólatorgi Háskóla Íslands.
Verð á korni og mjólkurvörum á heimsmarkaði hækkaði lítillega í febrúar síðastliðnum en verð á jurtaolíu er enn lágt. Verðhækkun á korni ræðst af spám um minni uppskeru á þessu ári en því síðasta vegna óhagstæðra veðurskilyrða.
Undanfarna áratugi hefur maís verið sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum. Nýjar tölur benda til að það muni breytast á þessu ári og að soja muni steypa maísnum af þeim stalli.
Samkvæmt frétt North Star Genetics er búist við hækkandi verði á korni og sojabaunum á þessu ári eftir nokkuð langvarandi stöðnun.
Hveiti er mest ræktaða planta í heimi. Ræktun þess hófst fyrir rúmum 11.000 árum og í dag er hveiti ræktað á 223 milljón hekturum lands sem eru 4% af öllu landi sem nýtt er undir landbúnað í heiminum.