Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimsmarkaðsverð á korni á niðurleið
Fréttir 20. júní 2022

Heimsmarkaðsverð á korni á niðurleið

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Í kjölfar árásar Rússlands á Úkraínu rauk heimsmarkaðsverð á korni upp og náði t.d. verð á einu tonni af hveiti upp í 435 evrur, sem gera um 60.000 íslenskar krónur.

Það var hæsta verð sem hefur verið skráð á hveiti en nýlegar tölur benda nú til að heimsmarkaðsverðið sé á niðurleið á ný.

Þetta eru góð tíðindi fyrir heimsbyggðina alla og samkvæmt dönskum fréttamiðlum telja þarlendir sérfræðingar að þegar kemur að uppskerutíma á hveiti síðar í sumar gæti verðið verið komið niður í um 200 evrur á tonnið, þ.e. um 27.000 íslenskar krónur, eða jafnvel enn lægra.

Skýringin á þessari spá um verðlækkun markaða á ný er margþætt en það er sér í lagi spá um góða uppskeru í haust sem gefur tilefni til þess að ætla að verðið muni lækka verulega. Þá lítur út fyrir að hægt verði að flytja út korn á ný frá Úkraínu, en sem kunnugt er þá er Úkraína lykilland þegar kemur að útflutningi á korni í Evrópu.

Skylt efni: hveiti | Korn

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...