Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heimsmarkaðsverð á korni á niðurleið
Fréttir 20. júní 2022

Heimsmarkaðsverð á korni á niðurleið

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Í kjölfar árásar Rússlands á Úkraínu rauk heimsmarkaðsverð á korni upp og náði t.d. verð á einu tonni af hveiti upp í 435 evrur, sem gera um 60.000 íslenskar krónur.

Það var hæsta verð sem hefur verið skráð á hveiti en nýlegar tölur benda nú til að heimsmarkaðsverðið sé á niðurleið á ný.

Þetta eru góð tíðindi fyrir heimsbyggðina alla og samkvæmt dönskum fréttamiðlum telja þarlendir sérfræðingar að þegar kemur að uppskerutíma á hveiti síðar í sumar gæti verðið verið komið niður í um 200 evrur á tonnið, þ.e. um 27.000 íslenskar krónur, eða jafnvel enn lægra.

Skýringin á þessari spá um verðlækkun markaða á ný er margþætt en það er sér í lagi spá um góða uppskeru í haust sem gefur tilefni til þess að ætla að verðið muni lækka verulega. Þá lítur út fyrir að hægt verði að flytja út korn á ný frá Úkraínu, en sem kunnugt er þá er Úkraína lykilland þegar kemur að útflutningi á korni í Evrópu.

Skylt efni: hveiti | Korn

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...