Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með tíu tonn af heilum höfrum í kornþurrkstöðinni sinni.
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með tíu tonn af heilum höfrum í kornþurrkstöðinni sinni.
Mynd / smh
Fréttir 16. desember 2022

Enginn tækjabúnaður til að vinna hafra

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum standa um tíu tonn af heilum, óvölsuðum höfrum inni í kornþurrkstöðinni við bæinn. Ekki er hægt að vinna þá á Íslandi í neysluvænt form, sem haframjöl eða tröllhafra, vegna þess að nauðsynlegur tækjabúnaður er ekki til í landinu.

Ólafur Eggertsson, kúa­ og kornbóndi á bænum, segir að ef hann vildi framleiða úr þeim matvöru þyrfti hann að senda þá úr landi með skipi og láta senda sér aftur þegar búið væri að vinna þá. Miðað við hans umfang í hafraræktuninni sé það allt of stór fjárfesting að kaupa slíkan tækjabúnað.

Gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt

Á síðustu árum hefur innlend framleiðsla á hafravörum aukist talsvert og skemmst er að minnast nýlegra tíðinda úr Bændablaðinu frá Mjólkurvinnslunni Örnu um framleiðslu og útflutning á hafraskyri og hafrajógúrt. Þar var haft eftir Hálfdáni Óskarssyni framkvæmdastjóra að hafrarnir í vörur þeirra komi frá Svíþjóð og Finnlandi. Mikil eftirspurn eftir hafravörum skapi hins vegar gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt. Framtíðarsýnin sé sú að nýta sem mest íslenska hafra í framleiðsluna, um leið og þeir verði fáanlegir.

Hafa ekki undan að framleiða íslenska hafra

Arna á í samstarfi við Sandhóls­ bændur í Meðallandi, sem eru stórtækustu hafraræktendur Íslands. „Við erum að skoða það að fjárfesta í tækjabúnaði og fyrirhuguð er ferð til Finnlands á næstunni til að skoða tiltekna möguleika,“ segir Örn Karlsson, framkvæmdastjóri Sandhólsbúsins.

„Við höfum á fáum árum aukið framleiðsluna jafnt og þétt á hafra­ vörum okkar til manneldis – og höfum nú ekki undan. Til að prófa hvernig íslenski markaðurinn tæki hafravörum okkar byrjuðum við að senda hafrana með skipi til Jótlands í Danmörku, þar sem þeir hafa verið unnir í verksmiðju og sendir til baka.

Vegna samstarfsins við Örnu og velgengni vara okkar viljum við nú koma okkur upp eigin búnaði til að geta fullnægt þörfum markaðarins,“ segir Örn.

Skylt efni: Þorvaldseyri | Korn

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...