Flutningur í gegnum Pólland
Í kringum 450.000 tonn af úkraínsku korni eru flutt landleiðina í gegnum Pólland í hverjum mánuði, sem er 50% aukning samanborið við mitt þetta ár.
Úkraína er einn stærsti framleiðandi korns og olíufræs í heimi, en eftir innrás Rússa í byrjun árs hefur flutningur sjóleiðina í gegnum Svartahaf dregist mjög saman. Reuters greinir frá. Eftir að hafnir Úkraínu voru alfarið lokaðar í hálft ár, var gert samkomulag við Rússa í júlí um að heimila skipaflutning. Rússar hafa þó ekki virt samninginn að fullu og því hefur sjóleiðin reglulega lokast undanfarna mánuði. Því er unnið að því að greiða fyrir flutningi landleiðina til að auka öryggi til langframa ef aðgangur að Svartahafshöfnum heldur áfram að vera skertur.