Sala á útrunnum matvörum með fölskum merkingum og sviknum fyrningardagsetningum er hratt vaxandi vandamál í heiminum og eitt umfangsmesta matvælasvindlið nú um stundir.
Sala á útrunnum matvörum með fölskum merkingum og sviknum fyrningardagsetningum er hratt vaxandi vandamál í heiminum og eitt umfangsmesta matvælasvindlið nú um stundir.
Mynd / Cryptographic Identity Authentication
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsvikum á Íslandi hafa leitt til sekta.

Í frétt EUROPOL fyrir skemmstu er greint frá því að lagt hafi verið hald á 91 milljónar evru virði af fölsuðum og ófullnægjandi matvælum um alla Evrópu. Samstarfsaðilar Evrópulögreglunnar, sem tóku þátt í svonefndu OPSON XIII-verkefni, hafi tekið 22.000 tonn af mat og 850.000 lítra af drykkjum, einkum áfengi, af markaði.

Sala á útrunnum matvörum með fölskum merkingum og sviknum fyrningardagsetningum er hratt vaxandi vandamál í heiminum og eitt umfangsmesta matvælasvindlið nú um stundir, segir EUROPOL.

Matvælasvindl á alþjóðavísu er talið gríðarlegt og á mörgum sviðum matvælaframleiðslu. Þjóðir hafa tekið saman höndum til að reyna að stemma stigu við því.

Matvælasvindl er það þegar seljandi matvæla villir vísvitandi um eða segir ósatt um innihald matvæla í efnahagslegum ávinningi. Evrópusambandið hefur skilgreint matvælasvindl sem fjórþætt: sem brot á evrópskum reglugerðum, ásetningur er með brotinu, tilgangurinn er gróði og það er verið að svindla, svíkja og blekkja neytendur. Þessi skilgreining er notuð á Íslandi.

Með í alþjóðlegum eftirlitskerfum

Ætla má að Ísland sé ekki laust við matvælasvindl fremur en önnur ríki. Ekki er ljóst hvort eftirlitskerfi hér á landi grípa matvælasvindl svo einhverju nemi. Samkvæmt upplýsingum frá Einari Erni Thorlacius, lögfræðingi á stjórnsýslusviði Matvælastofnunar, hafa engin mál tengd meintum matarsvikum á Íslandi leitt til sekta.

Þekkt dæmi um hérlent matvælasvindl eru einkum tengd íslenskum fiski til útflutnings, og var þá um tegundasvindl að ræða. Á alþjóðavísu er talið að tegundasvindl með sjávarafurðir sé allt að 30 prósent. Jafnframt má ætla að svikin matvæli séu í einhverjum tilfellum seld sem íslensk framleiðsla.

Ísland er í Evrópusamstarfi um eftirlit með matvælasvindli, auk þess að vera í sérstöku norrænu samstarfi. Herdís M. Guðjónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir Evrópusambandið halda utan um gagnabanka þar sem neytendur geti leitað eftir málum sem upp hafa komið og skoðað vörumerki í tengslum við matarsvindlsmál. Norðurlöndin miðli með sér lærdómi og samræmi aðgerðir.

„Ísland er meðlimur í Evrópska hraðviðvörunarkerfinu um hættuleg matvæli og fóður (RASFF) og þar er m.a. flokkur um matvælasvindl (e. Food Fraud). Árið 2023 komu alls 758 tilkynningar um matvælasvindl í gegnum kerfið en í heildina voru RASFF-tilkynningar 4.695 talsins,“ útskýrir Herdís.

Ein tilkynning tengd Íslandi kom frá RASFF á þessu ári, hinn 5. nóvember sl., um E-coli bakteríu í hakki úr kinda- og nautakjöti, en nokkrum dögum áður höfðu leikskólabörn veikst af neyslu kjöthakks.

Frægt varð þegar kjöt af gömlum rúmenskum vinnuhrossum var selt sem nautakjöt í Evrópu fyrir um áratug. Mynd / Science Meets Food

Landbúnaðarmatvælasvik af ýmsu tagi

Ísland er jafnframt meðlimur í samtökum ESB um landbúnaðarmatvælasvik (e. EU Food Fraud Network) sem komið var á legg í kjölfar stórs hrossakjötshneykslis árið 2013 þar sem hrossakjöts í kjötafurðum var ekki getið og kjöt af gömlum hrossum selt sem nautakjöt.

Sem dæmi um samræmdar eftirlitsaðgerðir Evrópusambandsríkjanna vegna matvælasvika frá árinu 2013 má nefna aðgerðir varðandi svikið hrossakjöt, ólögleg viðskipti tengdum flutningi katta og hunda milli landa, plastefni í snertingu við matvæli, hunangssvindl, fölsun á jurtum og kryddi, m.a. oregano, Covid-19 fæðubótarefni, sölu matvæla gegnum netið og fölsun fiskitegunda.

Unnið með EUROPOL

Herdís segir matvælasvik mjög umfangsmikið vandamál og það setji matvælaöryggi í hættu. Algengustu tilfelli matvælasvindls séu í vörutegundum á borð við ólífuolíu, víni og lífrænt vottuðum vörum auk þess sem mikið sé svindlað með fisk- og kjöttegundir.

Hún segir að auk þess sem Ísland sé innan vébanda EU Food Fraud Network, sem spanni Evrópu, þá séu alþjóðlegar fréttir um matvælasvindl vaktaðar. Tollstjóraembættið og Matvælastofnun hafi í mörg ár tekið þátt í svokölluðu OPSON-verkefni sem stjórnað er af EUROPOL ásamt öðrum EU- og EFTA-löndum og einkennist af hnitmiðuðum, tímabundnum átaksverkefnum gegn matvælasvindli. Upptaka falsaðra og ófullnægjandi matvæla nú síðast var þrettánda OPSON-verkef

Svikamyllur útrunninna matvæla

Fram kemur hjá EUROPOL að rannsakendur víðs vegar um Evrópu hafi tekið sérstaklega eftir áframhaldandi þróun svika í að selja útrunninn mat en það reis í hæstu hæðir eftir Covid-faraldurinn. Svindlarar komi sér t.d. inn í sorpförgunarfyrirtæki og komi þar höndum yfir útrunnin matvæli sem eigi að eyða. Eftir að hafa einfaldlega máð af og endurprentað fyrningardagsetningar, eða prentað út og fest nýja merkimiða, eru útrunnu vörurnar settar aftur inn í aðfangakeðjuna. Að því er varðar fölsuð og ranglega skilgreind matvæli eru ólífuolía og vín með uppruna- og gæðamerkingum (PDO) þær tegundir vara sem verða fyrir mestum áhrifum.

Skylt efni: Matvælasvindl

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.